Category: Fréttir

Nýjungar í matarþjónustu við grunnskólanemendur

Haustið 2019 tekur við nýtt fyrirkomulag á matarþjónustu við nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar. Sami þjónustuaðili, Skólamatur ehf, sinnir þjónustunni áfram í sjö grunnskólum bæjarins en einn skóli, Áslandsskóli, annast matarþjónustuna sjálfur. Frír hafragrautur í boði í upphafi skóladags Í upphafi skóladags stendur hafragrautur með mjólk og kanil nemendum til boða frítt í öllum skólum áður […]

13.000 metrar í Hafnarfirði gegn ofbeldi á börnum

UNICEF á Íslandi boðaði í vor byltingu fyrir börn með átaki gegn ofbeldi undir yfirskriftinni Stöðvum feluleikinn. Byltingin hefur síðustu daga borist með Einari Hansberg crossfit kappa um land allt með heldur óvenjulegum hætti. Þannig hefur Einar, fjölskylda hans og vinir, stoppað í 36 sveitarfélögum á einni viku þar sem Einar hefur róað, skíðað eða […]

Kynbundinn launamunur ekki til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ

Niðurstöður viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar sýna áframhaldandi jákvæða þróun í átt að launajafnrétti innan sveitarfélagsins. Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar og frávik minnka enn frekar milli úttekta, er nú 2%, körlum í hag og hefur þannig minnkað um 2,8% frá því að sveitarfélagið fékk jafnlaunavottun fyrir tveimur árum síðan. Viðhaldsvottun, sem framkvæmd var […]

Drög að skýrslu um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar

Bæjarbúum og öðrum þeim sem hagsmuna hafa að gæta, gefst möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar. Hægt er að senda inn ábendingar á samráðsvettvangnum Betri Hafnarfjörður, í tölvupósti á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða bréfleiðis til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði til og með 20. september 2019. […]

Bæjarstjórnarfundur 21. ágúst

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 21. ágúst. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Skólabyrjun 2019

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af eru um 350 börn að hefja nám í 1. bekk. Að byrja í grunnskóla er stórt skref í lífi hvers barns og við slík tímamót er samstarf heimilis og skóla afar mikilvægt. Sú nýbreytni […]

Gjótur – reitir 1.1 og 1.4

Athugasemdafrestur um breytingu á deiliskipulagi hluta hverfis austan Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði Gjótur – reitir 1.1 og 1.4. sbr. rammaskipulag samþ. 15.5. 2018 hefur verið framlengdur til 1. september 2019. Sjá nánar https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skipulag/skipulag-i-kynningu/gjotur-reitir-1.1-og-1.4

Nýr leikskóli opnar í Skarðshlíð

Fyrirkomulag sem eykur tækifæri og býður upp á fjölbreyttar leiðir til lærdóms og samvinnu. Starfsfólk í nýjum leikskóla í Skarðshlíðarhverfi tekur á móti fyrstu börnunum um miðjan ágúst en formleg opnun á leikskólanum fór fram í dag. Skarðshlíðarleikskóli bætist þar með í hóp þeirra sautján leikskóla sem starfræktir eru í Hafnarfirði og mun hann starfa […]

Áfram veginn í átt að fullu jafnrétti. Gleðilega Hinsegin daga 2019!

Hafnarfjarðarbær mun halda áfram að ryðja veginn í átt að fullu jafnrétti – lagalegu og samfélagslegu og mun, líkt og aðrir landsmenn, fagna fjölbreytileikanum næstu daga og munu fagnaðarhöldin ná hámarki sínu í gleðigöngunni laugardaginn 17. ágúst. Í ár verður sú breyting á að sveitarfélagið verður ekki með eigin bíl í gleðigöngunni en starfsmenn og […]

Transbarnið – handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk

Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi – Trans vinir var stofnað í vetur. Eins og nafnið gefur tilkynna hafa samtökin hagsmuni barna að leiðarljósi og hafa verið í samband við öll bæjar- og sveitarfélög til að athuga hvernig fræðsla um Hinsegin málefni sé háttað hjá sveitarfélögunum. Hægt er að hafa samband […]