Category: Fréttir

Íbúafundur í beinni útsendingu

Sökum tæknilegra örðugleika reynist ekki unnt að vera með beina útsendingu frá opnum íbúafundi um tvöföldun Reykjanesbrautar á Facebook.  Hægt er að fylgast með fundi á meðfylgjandi HÉR

Styrkir til hljóðvistar 2019

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðarþungar götur. Styrkir eru veittir til endurbóta á hljóðeinangrun glugga á þeim hliðum húss þar sem hljóðstig reiknast 65 dB(A) eða hærra.  Við úthlutun styrkja hafa þeir forgang sem búa við verstar aðstæður. Umsækjendur skulu í umsókn sinni greina frá fyrirhuguð aðgerðum og […]

Viltu vera með á umhverfisvaktinni?

Öllum félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að sækja um þátttöku í Umhverfisvaktinni gegn fjárstyrk. Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins og er markmiðið sem fyrr að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun. Hafnarfirði hefur verið skipt upp í svæði og komast aðeins tólf hópar að í hvert skipti. […]

Hreinsun gróðurbeða meðfram stofnleiðum

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í hreinsun gróðurbeða meðfram stofnleiðum í Hafnarfirði. Beðin eru samtals um 7.835 m2. Um er að ræða beð af mismunandi lögun og mismiklum gróðri. Tilboð verða opnuð hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu þann 25. mars 2019 kl. 11:00.  Útboðsgögn eru til sölu hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar, Norðurhellu 2. Verð kr. 2.000,-

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi

Vegagerðin í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og veitufyrirtæki bauð nýlega út tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót og tengd verk sem snúa að breytingum á lögnum veitufyrirtækja. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist nú í vor og ljúki seint haustið 2020.  Markmið framkvæmda er að: auka umferðaröryggi og akstursþægindi með aðskilnaði akstursstefna með […]

Reykjanesbraut – gatnamót við Fjarðarhraun

Framkvæmdir eru hafnar við breytingar – og breikkun á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns hjá Kaplakrika í Hafnarfirði. Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði fram á sumar og eru verklok áætluð 1. ágúst 2019.  Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Upplýsingar um vinnusvæðið er að finna HÉR

Menningarstyrkir 2019 – fyrri úthlutun

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar hefur nú lokið fyrri úthlutun menningarstyrkja ársins 2019. 22 verkefni hljóta styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar og samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn […]

Bæjarstjórnarfundur 6. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 6. mars. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Hafnarfjarðarhöfn 110 ára

Í ársbyrjun 2019 voru rétt 110 ár liðin frá því að fyrsta hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tók gildi, þann 1. janúar 1909. Með þeirri reglugerð var heimiluð gjaldtaka af öllum skipum stærri en 8 smálestir sem lögðust við akkeri eða aðrar festar innan við línu sem dregin var frá Balakletti í Hvaleyrarhöfða. Hafnargjöldin runnu í hafnarsjóð […]

Hafnarfjarðarbær styrkir Hugrúnu

Heilsubærinn Hafnarfjörður afhenti í vikunni 300.000.- kr styrk til Geðfræðslufélagsins Hugrúnar.  Fræðarar á vegum Hugrúnar heimsóttu nú í janúar alla nemendur í 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar með það fyrir augum að fræða unga fólkið okkar um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund um þessi mikilvægu mál.  Fræðsla um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og […]