Category: Fréttir

Svæði innan Vallahverfis vegna nýrrar stofnlagnar

Samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er auglýst til kynningar lýsing vegna aðal- og deiliskipulagsbreytinga er nær til hluta svæðis innan Vallahverfis vegna nýrrar stofnlagna. Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er ekki gert ráð fyrir þessari stofnlögn og því þarf að gera breytingu á aðalskipulagi samhliða breytingu á deiliskipulagi á svæðinu. Lögnin mun að mestu liggja […]

Brennisteinsfjöll

Tillaga að friðlýsingu háhitasvæði Brennisteinsfjalla: 68 Brennisteinsfjöll í verndarflokki rammaáætlunar – frestur til athugasemda Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram til kynningar tillögu að friðlýsingu háhitasvæðis Brennisteinsfjalla á Reykjanesi: 68 Brennisteinsfjöll á grundvelli flokkunar svæðisins í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar), sbr. ályktun Alþingis nr. 13/141, frá 14. janúar 2013. Kynningartími er þrír mánuðir eða til […]

Skólamatur í höndum Skólamatar

Nýlega var boðin út framleiðsla og framreiðsla matar fyrir leik- og grunnskóla í Hafnarfirði. Tveir aðilar tóku þátt í útboðinu en annar dró tilboð sitt til baka. Bæjarráð samþykkti, í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, á fundi sínum þann 11. júlí síðastliðinn að ganga til samninga við Skólamat ehf. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Axel Jónsson eigandi Skólamatar […]

Heitavatnslaust í suðurhluta Hafnarfjarðar í dag frá 8-18

Vegna viðgerðar er heitavatnslaust í suðurhluta Hafnarfjarðar þri. 30. júlí kl. 08:00-18:00. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að […]

Umgengni við grenndargáma – göngum vel um!

Umgengni íbúa við grenndargáma heilt yfir á höfuðborgarsvæðinu hefur lengi verið vandamál. Hafnarfjarðarbær úthlutar svæði fyrir grenndargáma innan bæjarmarkanna og SORPA þjónustar pappír, plast og glergáma á stöðvunum skv. sérstökum þjónustusamningi við sveitarfélögin.  Aðrir aðilar hafa komið inn á þessar stöðvar með sína gáma, má þar nefna Rauða krossinn og Hertex með fatagáma og Skátana […]

Tökum ábyrgð, flokkum og drögum úr sóun

Þessa dagana stendur SORPA fyrir átaki í að hvetja íbúa til að kynna sér flokkunarvefinn www.sorpa.is. Markmiðið er að ná úr gráu tunnunni þeim flokkum sem eiga sér endurnýtingarfarveg. Gler, lyf, raftæki, spilliefni og textíll eiga sér öll endurnýtingarfarveg og eiga ekki heima með blönduðum úrgangi. Því er mikil áhersla lögð á að flokka þessi […]

Hverfisgata 12 laus til úthlutunar fyrir flutningshús

Hafnarfjarðarbær auglýsir til úthlutunar lóð fyrir flutningshús. Um er að ræða einbýlishúsalóð að Hverfisgötu 12 og verður lóðin seld á föstu verði. Bæði einstaklingar og lögaðilar geta sótt um lóðina. Skila þarf inn með umsókn greinargerð um það hús sem flytja skal á lóðina og mun skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar meta umsóknirnar með tilliti til skipulagssjónarmiða. Helstu upplýsingar […]

Arkarinn Eva er komin HEIM í Hafnarfjörðinn

Arkarinn Eva  kom heim í Hafnarfjörðinn í gær en arkarinn Eva er 16 ára hafnfirsk mær sem varið hefur 43 dögum í það stóra verkefni að ganga hringinn í kringum landið til styrktar Barnaspítala Hringsins. Hún lagði af stað frá Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 16. júní og varð í gær bæði fyrsta konan og yngst allra til […]

Snyrtileikinn 2019 – tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Með viðurkenningunum er verið að skapa ákveðna fyrirmynd í þessum […]

Viðburða- og verkefnastyrkir 2019 – umsóknarfrestur 10. sept

>>English and Polski below << Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 10. september 2019. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar […]