Category: Fréttir

Framkvæmdir við flutning Hamraneslínu geta loks hafist

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag voru tvö framkvæmdaleyfi samþykkt sem marka munu tímamót í uppbyggingu og öryggi atvinnulífs í Hellnahrauni og uppbyggingu byggðar í Skarðshlíð, nýju og fjölskylduvænu íbúðahverfi inn af Völlunum í Hafnarfirði. Samþykkt var að Landsnet fengi framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2 og mun háspennulínan færast tímabundið á […]

Bogfimifélagið Hrói höttur komið í hóp hafnfirskra íþróttafélaga

Nýjasta íþróttafélagið í flóru hafnfirskra félaga er Bogfimifélagið Hrói höttur. Félagið var stofnað 3. september síðastliðinn og hófst fyrsta námskeiðið í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í desember.  Er hér um að ræða fyrsta bogfimifélagið á höfuðborgarsvæðinu sem er með aðstöðu í íþróttahúsi en mikil gróska virðist vera í bogfimi hérlendis. Hafnarfjarðarbær og Bogfimifélagið Hrói Höttur undirrituðu í […]

Forvarnir í formi jafningjafræðslu

Hafnarfjarðarbær tekur forvarnarhlutverk sitt alvarlega og hefur um nokkurt skeið farið þá leið að bjóða upp á jafningjafræðslu innan grunnskóla Hafnarfjarðar. Hefur þessi leið mælst vel fyrir hjá nemendum, foreldrum þeirra og starfsmönnum skólanna. Umræðan verður oft á tíðum opnari og öðruvísi og þykir því góð viðbót við þá fræðslu og hvatningu sem á sér […]

Bæjarstjórnarfundur 23. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  23. janúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Hvað er unglingamenning? Erasmus+ verkefni

Getur ferð í ísbúð með vinum talist unglingamenning? Hvað er unglingamenning? Hvað er samfélagið að gera til að stuðla að heilbrigðu félagslífi unglinga? Hvað erum við að gera vel og hvað getum við gert betur? Þessar spurningar urðu kveikjan að því að hópur unglinga úr Öldunni kom sér í samband við hóp unglinga frá Oulu […]

Niðurfelling á fæðisgjaldi vegna systkina í grunnskólum

Frá og með 1.janúar 2019 kom inn breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Fæðisgjald er fellt niður ef börn á grunnskólaaldri í mataráskrift í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö. Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama lögheimili og  fjölskyldunúmer í […]

Samningar undirritaðir við ÍBH

Undirritaðir hafa verið tveir samningar milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. ÍBH er regnhlífasamtök allra íþróttafélaga í Hafnarfirði með milli 15-16 þúsund iðkendur og er því stærsta fjöldahreyfing í Hafnarfirði og öflugur vettvangur fyrir heilsueflingu og uppeldi. Þjónustusamningur Annarsvegar er hér um að ræða þjónustusamning þar sem er tryggt að ÍBH fái áfram stuðning til að […]

Viðburða- og verkefnastyrkir – Grants for events and cultural projects – Dotacje do wydarzeń i projektów kulturalnych

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 17. febrúar 2019. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er […]

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010.  Breytingin nær til reits 1 sem er aðstaða skógræktarfélags Hafnarfjarðar á núverandi uppdrætti og felur í sér stækkun og fjölgun byggingarreita fyrir hús, gróðurhús og kennslustofu ásamt lóðarstækkun.   Breytingartillagan verður til sýnis […]

Börn og umhverfi námskeið í Hafnarfirði

<img height=”1″ width=”1″ style=”display:none” src=”https://www.facebook.com/tr?id=344679792675614&amp;ev=PageView&amp;noscript=1″ /> Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldið dagana 22, 23, 29 og 30. janúar 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og […]