Category: Fréttir

Draumaferð á Rey Cup með viðkomu í Hafnarfirði

Draumaferðin frá Got Agulu í Kenía á Rey Cup í Reykjavík – með viðkomu í Hafnarfirði Mikil fagnaðarlæti brutust út í Got Agulu í Kenía þegar ljóst var að fjarlægur draumur 15 drengja á aldrinum 11-14 ára um þátttöku á fótboltamóti á Íslandi varð að veruleika. Drengjalið skólans hefur æft stíft í vetur í von […]

Erlendar heimsóknir – yfirfærsla þekkingar og reynslu

Fjölmargir hópar frá erlendum sveitarfélögum hafa heimsótt Hafnarfjörð á þessu ári. Sjö fulltrúar, m.a. bæjarstjórar fjögurra sveitarfélaga frá Búlgaríu komu í heimsókn í apríl og fengu kynningu á leikskólaþjónustu, þróunarverkefnum innan leikskóla og BRÚNNI sem snýr að samstarfi ólíkra sérfræðinga um stuðning við börn og foreldra þeirra. Sömuleiðis fékk hópurinn að kynnast menningarstarfsemi bæjarfélagsins og […]

Veislan hefst í kvöld – stjarna Björgvins afhjúpuð

Tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefst í dag. Þessi lengsta tónlistarhátíð landsins er faglegt og flott framtak þeirra Páls Eyjólfssonar og Péturs Stephensen sem hafa rekið menningarhúsið Bæjarbíó síðustu ár. Fjölbreytt tónlistardagskrá verður bæði inni og úti á sérstöku útisvæði sem búið er að koma upp á bílastæði við Bókasafn Hafnarfjarðar.  Stjarna Björgvins verður afhjúpuð […]

Líf fæðist í Lífsgæðasetri St. Jó.

Tíu fyrirtæki hafa skrifað undir samning um aðstöðu og rekstur í nýju Lífsgæðasetri St. Jó. að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og tvö þeirra þegar flutt inn, Saga Story House og Eldmóður Markþjálfun. Verkefnastjóri lífsgæðaseturs flutti inn í upphafi vikunnar, nákvæmlega tveimur árum eftir að skrifað var undir kaupsamning um kaup á 85% eignarhlut ríkisins. Við […]

Komdu í sund! Opið til 22 mánudaga til fimmtudaga

Sundlaugar Hafnarfjarðar eru þrjár talsins og hafa þær allar sín sérkenni og sjarma þannig að auðvelt er að finna laug við hæfi. Þannig eru Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug sérstaklega vinsælar meðal fjölskyldufólks og eftir því sem börnin eru yngri þá verður Ásvallalaug, sem hýsir fjölbreyttar innilaugar og potta, oft fyrir valinu og þá sér í lagi […]

Hraun Vestur – Gjótur

Breyting á deiliskipulagi hluta hverfis austan Reykjavíkurvegar í HafnarfirðiGjótur – reitir 1.1 og 1.4. sbr. rammaskipulag samþ. 15.5. 2018. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 29. 05. 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi hluta hverfis austan Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði, Gjótur – reitir 1.1 og 1.4. sbr. rammaskipulag samþ. í skipulags og byggingarráði 15.5. 2018. […]

Viðburða- og verkefnastyrkir

>>English and Polski below << Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 10. september 2019. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálnefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar […]

Fjölbreytt og skapandi starf dagforeldra

Viðtöl við dagforeldra voru birt í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 27. júní 2019 Í Hafnarfirði starfa 35 dagforeldrar, þar af tvenn hjón og bærinn vill alveg endilega bæta fleirum við í þennan góða og mikilvæga hóp. Starf dagforeldra er fjölbreytilegt og skapandi og byggir í grunninn á góðu og traustu sambandi milli barns, dagforeldris og foreldra. Dagforeldrar […]

Á að reisa grindverk eða skjólvegg?

Stendur til að reisa grindverk eða koma fyrir skjólvegg? Um slíkar framkvæmdir gilda ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér áður en farið er af stað. Huga þarf að lóðarmörkum hvort heldur sem er við lóð nágrannans eða að bæjarlandi. Heimilt er að reisa skjólvegg og girðingar sem eru allt að 1,8m að hæð […]

Trjágróður út fyrir lóðarmörk

Getur verið að gróðurinn á þinni lóð sé til vandræða fyrir aðra? Öll viljum við geta komist leiðar okkar um gangstéttar, göngustíga og götur bæjarins án þess verða fyrir skaða vegna trjágreina sem vaxa út úr görðum hvort sem við erum gangandi, hlaupandi, hjólandi eða akandi. Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi […]