Category: Fréttir

Á að reisa grindverk eða skjólvegg?

Stendur til að reisa grindverk eða koma fyrir skjólvegg? Um slíkar framkvæmdir gilda ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér áður en farið er af stað. Huga þarf að lóðarmörkum hvort heldur sem er við lóð nágrannans eða að bæjarlandi. Heimilt er að reisa skjólvegg og girðingar sem eru allt að 1,8m að hæð […]

Um 20% fleiri umsóknir um störf milli ára

Viðtal við Guðrúnu Þorsteinsdóttur mannauðsstjóra var birt í Fjarðarfréttum miðvikudaginn 26. júní 2019. Fastráðnir starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ eru 2062 og starfa þeir á 70 starfsstöðvum víðsvegar um bæinn að sögn Guðrúnar Þorsteinsdóttur mannauðsstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ. Yfir sumartímann þá eykst starfsmannafjöldinn umtalsvert en bætast við um 1000 til viðbótar. Yfir sumartímann eru því starfandi rúmlega 3.000 […]

Þjóðlenda og Leiðarendi

Þjóðlenda – breytt mörk sveitarfélagsins, breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025. Nýtt deiliskipulag fyrir Leiðarenda.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 18. júní 2019 var eftirfarandi bókun gerð: Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar – þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélagsins og einnig fyrir nýtt deiliskipulag við Leiðarenda. Í stað þess að […]

Gæsluvöllur opinn frá 10. júlí – 7. ágúst að Staðarhvammi

Í sumar verður starfræktur Gæsluvöllur eða róló, staðsettur við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23, frá 10. júlí – 7. ágúst fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2013-2017). Opnunartími er frá kl. 9 – 12 og frá kl. 13 – 16 (lokað í hádeginu).  Í boði eru tvennskonar klippikort á Gæsluvöllinn: 5 skipta […]

Fimm fengu verðlaun fyrir flesta og furðulega fiska

Rúmlega 400 hafnfirskir dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Fimm ungmenni fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína með veiðarfærin.  Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2019 Keppt var í þremur flokkum; flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2019. […]

Búast má við vatnsleysi á Holtinu á miðvikudagskvöld

Vegna viðgerða hjá vatnsveitu má búast við vatnsleysi í Holtinu frá kl. 22 miðvikudagskvöldið 26. júní. Reiknað er með að viðgerðin taki um það bil þrjár klukkustundir og er íbúum bent á að vera ekki með uppþvottavélar eða þvottavélar í gangi á þeim tíma.  Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda. 

Bæjarstjórnarfundur 26. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 26. júní. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Viðhaldsvinna hjá fráveitu Hafnarfjarðar

Vegna viðhaldsvinnu á fráveitulögn er þörf á að hleypa hluta fráveitu á yfirfall við Fjarðartorg.  Viðhaldsvinnan fer fram aðfararnótt mánudags. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Góð aðsókn í fjölskyldugarða

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum bæjarbúum og er um að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti. Ákveðið var að láta eftirspurn ráða framboði garða og opnað var fyrir umsóknir í 64 garða á Víðistöðum til að byrja með. Eftirspurn er það mikil að nú hafa 56 fjölskyldugarðar á […]

8.900 tré gróðursett fyrir rekstrarárið 2018

Hafnarfjarðarbær kolefnisjafnar rekstur sveitarfélagins, fyrst íslenskra sveitarfélaga.  Hafnarfjarðarbær undirritaði í dag samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og nær verkefnið til allra stofnana sveitarfélagins sem eru um 70 talsins. Í upphafi árs samdi Hafnarfjarðarbær við fyrirtækið Klappir Grænar lausnir hf. um uppsetningu á umhverfisstjórnunarhugbúnaði sem safnar saman í kolefnisbókhald mikilvægum upplýsingum úr rekstrinum […]