Category: Fréttir

Tíðari hirðing blátunnu

Frá og með 1. janúar 2019 er blátunna tæmd á 21 dags fresti. Blátunna við hafnfirsk heimili hefur frá innleiðingu hennar hér í Hafnarfirði í september 2013 verið losuð á 28 daga fresti. Ákveðið hefur verið að auka hirðutíðni m.a. í þeirri von að magn pappa í grátunnu hverfi alveg. Blátunnur í öllum hverfum eru nú […]

Söngnámskeið Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Fjögurra vikna söngnámskeið frá 28. janúar til 22. febrúar undir leiðsögn Ernu Guðmundsdóttur og Ingibjargar Guðjónsdóttur söngkennara. Um er að ræða 4 x 30 mínútna einkatíma með söngkennara á viku og 2 x 60 mínútna hóptíma með söngkennurum og undirleikara.  Innifalið í námskeiði Góður undirbúningur fyrir kórsöng og/eða frekara söngnám Kennd er grunntækni í söng […]

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2019. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði.  Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum og ábendingum skal skilað […]

Heilsan í fyrsta sæti!

Heilsubærinn Hafnarfjörður siglir vel af stað inn í nýja árið og mun í ár, líkt og í fyrra, bjóða upp á fjölbreytta viðburði, heilsubótargöngur, jafningjafræðslu og aðra þjónustu sem miðar að því að efla og styrkja íbúa og starfsmenn á öllum aldri í vegferð sinni að líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þessa dagana eru að berast […]

Bæjarstjórnarfundur 9. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  9. janúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Skipulagsbreytingar

Aðalskipulagsbreyting vegna landnotkunarflokks  H (hafnarsvæði) og deiliskipulagsbreyting að Fornubúðum 5. Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 12 des. s.l. var samþykkt  breyting aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar landnotkunarflokk H (hafnarsvæði) og deiliskipulag lóðarinnar  að Fornubúðum 5.  Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Breytingin verður birt í B- deild Stjórnartíðinda. Hægt […]

Íþróttafólk ársins í Hafnarfirði

Íþróttafólk ársins 2018 í Hafnarfirði var valið í dag á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Sara Rós Jakobsdóttir dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar er íþróttakona Hafnarfjarðar 2018 og Axel Bóasson kylfingur frá Golfklúbbnum Keili íþróttakarl Hafnarfjarðar. Afrekslið Hafnarfjarðar 2018 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu […]

Jólatré ekki sótt heim eftir jól

Af gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær vekja sérstaka athygli á því að bærinn mun ekki hirða jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina.  Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 21. september 2016 og hafa jólatré ekki verið sótt heim síðan þá.   Sorpa tekur vel á móti öllum trjám eftir hátíðarnar – opnunartíma Sorpu […]

Best skreyttu húsin í Hafnarfirði

Á Þorláksmessu voru verðlaun veitt fyrir best skreyttu húsin, best skreyttu götuna og best skreytta fjölbýlishúsið í Hafnarfirði. Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir voru í upphafi desembermánaðar hvattir til að setja upp stóru jólagleraugun og  senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið.  Íbúar á Hnoðravöllum 7 hlutu fyrstu […]

Opnunartímar yfir jólahátíðina

Þjónustuver, menningarstofnanir, grunnskólar, leikskólar og sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar verða opnar yfir hátíðarnar sem hér segir: Þjónustuver og þjónustumiðstöð   Þjónustuver Þjónustumiðstöð   23. desember Lokað  Lokað  24. desember  Lokað  Lokað  25. desember  Lokað  Lokað  26. desember  Lokað  Lokað  27. desember  08:00 – 16:00  07:30 – 17:00  28. desember  08:00 – 16:00  07:30 – 15:30  29. desember  Lokað […]