Category: Fréttir

Hópsöfnun unglinga í miðbæ Hafnarfjarðar

Orð til hafnfirskra foreldra frá Geir Bjarnasyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa Í haust hefur borið á því að hópur ungs fólks hafi verið að safnast saman niður í miðbæ til að hanga í og við Fjörð. Þetta hefur verið að gerast eftir að skóla lýkur, um helgar og fram á kvöld.  Þessi hópasöfnun getur haft slæmar […]

Fundur með lögreglu

Bæjarstjóri og sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar fengu á sinn fund í gær stjórnendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem staðsettir eru í Hafnarfirði m.a. í kjölfar umræðu inn á hverfasíðum Hafnarfjarðarbæjar um innbrot í bíla, grunsamlegar mannaferðir í kringum heimili og boð um þjónustu sem samræmist ekki íslenskum lögum.  Á fundi var farið var yfir stöðu mála hér í […]

Hjúkrunarrýmum í Hafnarfirði fjölgar um 33

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur veitt Hafnarfjarðarbæ heimild sem gerir kleift að fjölga hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu um 33 innan tveggja ára. Hjúkrunarrými á Sólvangi í Hafnarfirði verða þar með 93. Ráðherra kynnti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra ákvörðun sína í Hafnarfirði í dag. Ákvörðunin er liður í stórátaki stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrr á þessu […]

Breytt lega Ásvallabrautar og tengingar við Kaldárselsveg

Niðurstöður bæjarstjórnar samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  Nýtt deiliskipulag fyrir Ásvallabraut Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14. febrúar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Hægt er að […]

Til hamingju þroskaþjálfar!

Þroskaþjálfar í Evrópu ganga almennt undir heitinu social educators og starfa að því sameiginlega markmiði að skapa farveg fyrir jöfnuð, réttlæti og lífsgæði meðal allra borgara. Alþjóðleg samtök þroskaþjálfa Internatoinal Association of social educators (AIEJI) halda upp á 2. október sem alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar að störfum Þroskaþjálfar eru sú fagstétt sem er sérstaklega menntuð […]

Styrkir til eflingar tónlistarlífs í Hafnarfirði

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist. Umsækjandi skal gefa greinargóða lýsingu á námi sínu eða fyrirhuguðu verkefni. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018. Sótt er um á mínum síðum á […]

Hugum að geðheilbrigði!

Samtökin Hugrún geðfræðsla fengu í dag, á afmælisdegi Flensborgarskóla, afhentan styrk að upphæð 450.000.- kr. Allur ágóði Flensborgarhlaupsins, sem haldið var 18. september sl, fer til Hugrúnar þetta árið auk þess sem Hafnarfjarðarbær styrkir verkefnið. Hugrún geðfræðsla stendur fyrir fræðslu um geðheilbrigði og geðraskanir fyrir ungmenni um land allt. Samtökin Hugrún geðfræðsla voru stofnuð vorið […]

Bæjarstjórnarfundur 3. október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 3.október. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.    Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Frístundabíllinn vinsæll í Hafnarfirði

Haustið 2017 hófst að nýju frístundaakstur í Hafnarfirði og nú er svo komið að tæplega 1500 hafnfirsk börn og foreldrar nýta sér þjónustuna í dag. Frístundabíllinn ekur frá tíu frístundaheimilum til tíu tómstundaheimila og íþróttafélaga í Hafnarfirði alla virka daga. Skólaárið 2017-2018 hófst frístundaakstur aftur í Hafnarfirði og var í upphafi verkefnis ekið með 6 […]

Leggjum mikla áherslu á úrbætur við gatnamót í Hafnarfirði

Forsvarsmenn sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu á dögunum undir viljayfirlýsingu um viðræður um fjárfestingar í stofnvegum og hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir sameiginlega yfirlýsingu mikilvæga í áframhaldandi viðræðum við ríkið um næstu skref í samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og vill sjá skýra áætlun um öryggi vegfarenda. Í sameiginlegri viljayfirlýsingu kemur fram að undirritaðir aðilar séu […]