Category: Fréttir

Hjólavænn vinnustaður

Hafnarfjarðarbær, starfsstöð bæjarins á Norðurhellu,  tók á móti sinni fyrstu vottun sem hjólavænn vinnustaður í Evrópsku samgönguvikunni. Nú hafa 32 vinnustaðir á landinu útskrifast með hjólavottun og tveir endurnýjað sína fyrstu vottun. Hjólavottunin gildir í tvö ár frá útgáfudegi.  Með hjólavottun vinnustaða er hlúð að því að bjóða gott aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Hugað […]

Bæklingar um mikilvægi lesturs

Bæklingar um mikilvægi þess að lesa fyrir börn hafa nú litið dagsins ljós. Bæklingarnir, sem tengjast læsisstefnu Hafnarfjarðar, verða aðgengilegir víða t.d. í leikskólunum, heilsugæslustöðvunum, hjá dagforeldrum, á frístundaheimilunum og á Bókasafni Hafnarfjarðar. Bæklingurinn er til á íslensku, ensku og pólsku.  Bæklingur á íslensku (Icelandic) Bæklingur á ensku (English) Bæklingur á pólsku (Polish) Lestur er […]

Fræðslufundir fyrir foreldra

Hafnarfjarðarbær stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með örvun málþroska er hægt að styrkja undirstöðuþætti læsis og styðja við góðan  námsárangur.    Þetta verkefni er hluti af læsisstefnu Hafnarfjarðar og er unnið í nánu samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar og […]

Nýr skólastjóri Tónlistarskólans

Eiríkur G. Stephensen hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Eiríkur hefur lengst af starfað sem skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar þar sem hann stýrði starfi og þróun tónlistarkennslu sem fór fram í þremur skólum í Eyjafjarðarsveit. Auk þess hefur Eiríkur sinnt starfi blásarakennara ásamt því að stjórna ýmsum lúðrasveitum. Eiríkur er með blásarakennarapróf með trompet sem aðalhljóðfæri […]

Fyrsta Mílan í Skarðshlíðarskóla

Nemendur og kennarar í Skarðshlíðarskóla fóru í dag fyrstu „míluna“ af mörgum frá skólanum. Um er að ræða verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og er skólinn fyrsti íslenski skólinn sem tekur þátt.  Skarðshlíðarskóli tók til starfa haustið 2017 í bráðabirgðahúsnæði en flutti nýverið í glæsilega nýbyggingu í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Um […]

Guðrún ráðin mannauðsstjóri

Guðrún Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar.  Á árunum 2008-2015 starfaði Guðrún sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar og bar þar m.a. ábyrgð á að stefnu bæjarins væri framfylgt í öllum stofnunum, auk þess sem hún stýrði og leiddi starfsþróun.   Guðrún lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2015, diplómanámi í mannauðsstjórnun frá EHÍ árið 2009 […]

Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2018. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör á á sölubásnum. Í Jólaþorpinu verða um 20 skreytt einingahús sem eru […]

Bæjarstjórnarfundur 19. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 19.september. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.    Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

800 nemendur hlaupa Ólympíuhlaup

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2018 var sett í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag í fínu veðri. Um 800 nemendur skólans tóku þátt í setningu hlaupsins og gátu þeir valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, var á staðnum að hvetja nemendur áfram og vakti mikla lukku. Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri […]

Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti fyrir 10. september 2018. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir styrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi í […]