Category: Fréttir

Vegna trjágróðurs á lóðamörkum

Byggingarfulltrúi og  garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar vilja góðfúslega minna íbúa á að snyrta trjágróður á sínum lóðarmörkum. Töluvert hefur borið á ábendingum þar sem gróðurinn vex langt út á gangstéttar og götur og hindrar bæði sýn og umferð. Getur þetta valdið óþægindum og hættu fyrir þá sem leið eiga um. Það sem þarf að hafa í huga […]

Skólabyrjun

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst miðvikudaginn 22. ágúst. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, og af þeim um 130 börn í Skarðshlíðarskóla sem flytur inn nýtt skólahúsnæði í Skarðshlíð.  Að byrja í grunnskóla er stórt skref í lífi hvers barns og við slík tímamót er samstarf heimilis og skóla afar […]

Bæjarstjórnarfundur 22. ágúst

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 22.ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Háskóli Íslands í Menntasetrið við Lækinn

Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Tæknifræðikennslan mun hefjast af fullum þunga núna í haust hér í Hafnarfirði en námið hafði áður verið í samstarfi við Keili í Ásbrú á […]

Árshlutareikningur 2018

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrri hluta ársins 2018 var jákvæð um 758 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 449 milljónir króna. Helstu frávik eru að framlög jöfnunarsjóðs voru umfram áætlun um 93 milljónir króna, aðrar tekjur voru um 140 milljónum króna umfram áætlun og fjármagnskostnaður var um 119 milljónum króna lægri en áætlun […]

Bættar starfsaðstæður sem draga úr álagi

Hafnarfjarðarbær hefur síðustu vikur og mánuði verið að vinna með niðurstöður skýrslu sem unnin var í vetur um starfsaðstæður á leikskólum bæjarins.  Í samræmi við niðurstöðum hennar hefur Hafnarfjarðarbær verið að vinna að bættu starfsumhverfi og aðstöðu bæði barna og starfsfólks leikskólanna. Í þessum endurbótum er meginmarkmið að minnka álag á börn og starfsfólk skólanna. […]

Samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga fær styrk

Fræðslusvið Reykjanesbæjar, fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar og skólaþjónusta Árborgar hafa átt í samstarfi um þróunarverkefni sem gengur meðal annars út á það að styrkja nám, líðan og félagslega stöðu nemenda af erlendum uppruna í skólum. Markmið þess er að styðja skólana í að staðsetja nemendur af erlendum uppruna hvað varðar fyrri þekkingu og reynslu. Niðurstöður […]

Bæjarstjórnarfundur 15. ágúst

  Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 15.ágúst. Fundurinn hefst kl. 8:30 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Persónuverndarfulltrúi ráðinn

Hafnarfjarðarbær hefur ráðið persónuverndarfulltrúa í fullt starf en staðan var auglýst í byrjun sumars. Í starfið var ráðinn Jón Ingi Þorvaldsson og var hann valinn úr hópi 24 umsækjenda að loknu ítarlegu valferli. Jón Ingi lauk B.A. og M.A. gráðu í lögfræði árið 2011 frá HÍ. Í námi voru álitaefni og reglur um persónuvernd sérstakt […]

Snyrtileikinn 2018 – tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignina, fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtækið. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Fegrunarnefnd […]