Category: Fréttir

Opnunartími sundstaða breytist

Almennir opnunartímar í sundlaugum bæjarins breytast frá 3. maí og verða sem hér segir (feitletrað eru breyttir tímar):  Opnunartími Ásvallalaugar og Suðurbæjarlaugar: Mánud. – fimmtud.:  6.30 – 22.00 Föstud.: 6.30 – 20.00 Laugard. 8.00 – 18.00 Sunnud. 8.00 – 17.00   Opnunartími Sundhallar Hfj. Mánud. – föstud.:  6.30 – 21.00 Sérstök sunnudagssumaropnun verður í Suðurbæjarlaug í júní […]

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar 2018

Árlegt Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á sumardaginn fyrsta, 19. apríl á Víðistaðatúni. Keppendur voru um þrjúhundruð og fimmtíu í 14 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum. Keppendur voru frá öllum íþróttafélögum bæjarins og voru margir efnilegir hlauparar að stíga sín fyrstu skref þarna. Úlfheiður Linnet var fyrst í mark  í  flokkum 15 ára og eldri […]

13 viðurkenningar fyrir 325 ár í starfi

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. Þrettán einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins.  Einu sinni á ári efnir bæjarstjóri til kaffisamsætis fyrir þá starfsmenn sem náð hafa 25 ára starfsaldri. Við athöfnina þakkaði bæjarstjóri starfsfólkinu […]

Vorhreinsun lóða – garðaúrgangur sóttur heim

Íbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og setja garðaúrgang út fyrir lóðamörk í hæfilega þunga poka og binda greinaafklippur í knippi nú í byrjun maí. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar verða á ferðinni og fjarlægja garðaúrgang þessa daga sem hér segir: 9. maí – Norður-, vesturbær, Hraun og miðbær 14. maí – Setberg, Kinnar og […]

Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði

Alls bárust 14 tillögur í opna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis sem Hafnarfjarðarhöfn  stendur fyrir í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Dómnefnd sem skipuð er þremur fulltrúum frá Hafnarstjórn og skipulagsráði bæjarins auk tveggja fulltrúa frá Arkitektafélaginu hefur nú tillögurnar til yfirferðar en stefnt er að því að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir eigi síðar en […]

Plastið í poka

Á dögunum fengu Hafnfirðingar bækling inn um lúguna sem hafði ekki aðeins að geyma gagnlegar upplýsingar um plastflokkun heldur líka happdrættismiða. Í tilefni af degi umhverfisins hafa tveir heppnir handhafar bæklingsins nú verið dregnir út og fá óvæntan glaðning, glæsilegan kvöldverð fyrir tvo á VON mathús. Vinningsnúmerin eru 2103 og 3108 og vinningshafar geta vitjað gjafabréfsins […]

Breyting á deiliskipulagi 2. áfanga Hellnahrauns í Hafnarfirði – Einhella 4

    Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 20.03.2018 tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Einhellu 4 og að málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Hellnahrauns í Hafnarfirði. Í deiliskipulagsbreytingunni felst stækkun og breytt lega byggingarreits lóðarinnar að Einhellu 4. […]

Pokalaus Hafnarfjörður

Þann 18. apríl síðast liðinn hófst formlega samstarfsverkefnið „ pokalaus Hafnarfjörður“ milli Hrafnistu og leikskólans Norðurbergs. Samstarfið felur í sér að heimilisfólkið, þjónustunotendur og starfsfólk á Hrafnistu saumar taupoka undir óhrein og blaut föt barnanna. Leikskólinn safnar saman efni (gamlar gardínur, gamlir dúkar, gömul sængurver og fleira) og kemur því á vinnustofu iðjuþjálfunarinnar.  Taupokarnir verða eign […]

Bæjarstjórnarfundur 25. apríl

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 25. apríl. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga, Hafnarfirði.

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 3.4.2018 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingartillögunni hefur verið dregið úr einbýlishúsalóðum og þess í stað lögð áhersla á blandaða byggð. Íbúðum fjölgað úr 88 í 120. Jafnframt er gerð breytingartillaga að […]