Category: Fréttir

Menningarstyrkir afhentir til að auðga listalíf bæjarins

Menningar- og ferðamálanefnd veitti styrki til verkefna og viðburða við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag. Tuttugu og tvö verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar verða nú afhentir tvisvar sinnum á ári til […]

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði sem fram eiga að fara laugardaginn 26.maí 2018 rennur út laugardaginn 5.maí nk. Yfirkjörstjórn mun þann dag hafa aðsetur í fundarsal bæjarráðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 2.hæð frá kl. 10:00 – 12:00 og veita framboðslistum viðtöku. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi þann […]

Björgvin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar

  Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 er Björgvin Halldórsson söngvari og goðsögn í lifanda lífi en hann var sæmdur nafnbótinni í Hafnarborg fyrr í dag. Það var Rósa Guðbjartsdóttir formanns bæjarráðs sem veiti honum viðurkenninguna en athöfnin var liður í hátíðinni Björtum Dögum sem var sett í Hafnarfirði í morgun. “Nú er ég loksins búinn að meika […]

​Tillaga að starfsleyfi fyrir malbikunarstöð Munck Íslandi ehf. í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á að Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir malbikunarstöð Munck Íslandi ehf. í Hafnarfirði. Um ræðir nýjan rekstur. Munck Íslandi ehf. áformar að reisa malbikunarstöð á iðnaðarsvæðinu í Kapelluhrauni að Álhellu18. Áformað er að framleiða í stöð af gerðinni Benninghoven MBA 160 sem getur afkastað allt að 160 t/klst af malbiki […]

Lífsgæðasetur í St. Jósefsspítala

 Hafnarfjarðarkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að koma með starfsemi í St. Jósefsspítala sem mun fá nýtt hlutverk sem Lífsgæðasetur. Þar verður fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. Lífsgæðasetur verður opið samfélag sem býður meðal annars upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og sköpun. Í umsókn […]

Við bjóðum Heim í Hafnarfjörð á fyrstu bæjarhátíð sumarsins!

Menningar og þátttökuhátíðin Bjartir dagar verður haldin í næstu viku eða dagana 18.-22. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði um allan bæ sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem […]

Málþing Skóla- og Fjölskylduþjónustu um eflt samstarf

Hafnarfjarðarbær blæs til sameinaðs málþings í næstu viku undir yfirskriftinni „Þjónusta við börn og ungmenni í Hafnarfirði“ en það fer fram í Hraunvallaskóla. Það eru tvö umfangsmestu svið sveitarfélagsins, fræðslu- og frístundaþjónusta og fjölskylduþjónustan sem standa sameiginlega að málþinginu en síðustu misseri hafa sviðin markvisst unnið að enn meira samstarfi í ýmsu málaflokkum sem snúa […]

Viltu vera með á umhverfisvaktinni?

Öllum félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að sækja um þátttöku í Umhverfisvaktinni gegn fjárstyrk. Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins og er markmiðið sem fyrr að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun. Hafnarfirði hefur verið skipt upp í svæði og komast aðeins tólf hópar að í hvert skipti. […]

Bæjarstjórnarfundur 11. apríl

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 11. apríl. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Sterk fjárhagstaða Hafnarfjarðarkaupstaðar

Fjármálastaða Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur styrkst umtalsvert á undanförnum árum. Þessi styrking kemur vel fram í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta nam 1.326 milljónum króna og veltufé frá rekstri var 3.646 milljónir króna, sem samsvarar 14,4% af heildartekjum. Þessi góða afkoma hefur leitt til þess að sveitarfélagið tók engin lán á árinu […]