Category: Fréttir

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði tileinkuð Guðrúnu Helgadóttur

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði verður haldin í þriðja skipti núna í mars. Hátíðin í ár verður helguð Guðrúnu Helgadóttur, rithöfundi og Hafnfirðingi.  Guðrúnu þarf vart að kynna fyrir nokkrum núlifandi Íslendingi en eftir hana liggja persónur sem þjóðin hefur lært að elska í gegnum árin eins og Páll Vilhjálmsson, tvíburabræðurnir Jón Oddur og […]

Andri Steinar Johansen Setbergsskóla bar sigur út bítum lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Andri Steinar Johansen Setbergsskóla bar sigur út bítum lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór núna undir kvöld í Hafnarborg í Hafnarfirði í. Keppnin var nú haldin í 22. skipti en keppnin í Hafnafirði var sú fyrsta sem haldin var en núna eru systur keppnir hennar haldnar um allt land.  Eliza Reid forsetafrú og Lilja Alfreðsdóttir […]

Innskráning á mínar síður

Frá og með deginum í dag fer innskráning á Mínar síður á hafnarfjordur.is nú eingöngu fram með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Hægt er að panta nýjan Íslykil á island.is og fá hann sendan í heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili. Rafræn skilríki er hægt að fá í bönkum, sparisjóðum og hjá Auðkenni.  Til að sækja […]

Bæjarstjórnarfundur 14. mars

  Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 14. mars. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu  

Fjörtíu og fimm lóðir til auglýstar til úthlutunar í Skarðshlíð

Hafnarfjarðarbær hefur auglýst 45 lóðir fyrir um 90 íbúðir til úthlutunar í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls og er skjólsælt svæði umvafið gríðarlegri náttúrufegurð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Um er að ræða fjórar einbýlishúslóðir […]

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði verður haldin þriðjudaginn 13,. mars kl. 17 í Hafnarborg. Keppnin er nú haldin í 22. skipti í Hafnarfirði þar sem keppnin er elst og á sér upphaf en í dag er hún haldin nánast um allt land. Þessa dagana er keppninni að ljúka í hverjum skóla með hátíð þar sem […]

Kynningarfundur fyrir Hraun Vestur

 Miðvikudaginn 14. Mars næst komandi verður Skipulags- og byggingarráð með kynningarfund þar sem framtíðarsýn Hraun Vesturs verður kynnt. Fundurinn fer fram í Bæjarbíói kl 20:00 og eru allir sem eru áhugasamir um uppbyggingu og framtíð þessa svæðis hvattir til að koma og taka þátt í mótun framtíðar þessa nýja andlits  Hafnarfjarðar. Á hönnunarstiginu hefur hverfið […]

Umferðaröryggisáætlun Hafnarfjarðarbæjar

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 7. febrúar 2018 s.l. að auglýsa umferðaröryggisáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir íbúum bæjarins. Umferðaröryggisáætlunin mun liggja frammi til  kynningar í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu á Norðurhellu 6, frá 1. mars – 28. mars.  Þeim sem vilja gera athugasemdir eða senda inn ábendingar […]

Bæjarstjórnarfundur 28. febrúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 28. febrúar. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl 17:00. 

Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríinu

Vetrarfrí verður í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. febrúar og af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þá daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Hafnarborg býður börnum á grunnskólaaldri í vetrarfríi að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum á vegum safnsins. Fyrri smiðjan fer fram […]