Category: Fréttir

Skipulagsbreytingar við Suðurgötu 40-44

Þann 27. nóvember næstkomandi verður kynningarfundur þar sem kynnt verður tillaga að breytingum við Suðurgötu. Tillagan nær til lóðanna við Suðurgötu 40 – 44. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg og hefst kl.17. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í um 1,5 klst. Á fundinum munu arkitektar kynna tillögu að breytingum við lóðirnar og […]

Deiliskipulag Vesturbæjar og verndarsvæði í byggð

Þann 30. nóvember næstkomandi verður haldinn íbúafundur þar sem arkitektar kynna þá vinnu er snýr að nýju deiliskipulagi ásamt verndarsvæði í byggð. Skipulagsfulltrúi ásamt starfsmönnum verða við svörum. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg og hefst kl.17. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í um 1,5 klst.  Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til […]

Bæjarstjórnarfundur 22. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 22. nóvember. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundinum er streymt beint á heimasíðu.  Hér er hægt að sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl 17:00. 

Sjóður Friðriks og Guðlaugar

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist. Umsækjandi skal gefa greinargóða lýsingu á námi sínu eða fyrirhuguðu verkefni. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 27. nóvember 2017 sem er fæðingardagur Friðriks. […]

Jólaskreytingar

Það fer vel á því þegar fyrsti snjórinn fellur að hefja vinnu við jólaskreytingar í bænum. Öll grenitré sem felld eru í ár koma úr heimagörðum bæjarbúa, en það er beggja hagur: Íbúar þurfa að losna við stór grenitré og Hafnarfjarðarbæ vantar tré sem við getum notað sem jólatré.  Þetta er íbúunum að kostnaðarlausu og bærinn […]

Almennar skuldir lækka en lífeyrisskuldbindingar hækka

Vegna fréttar RÚV í dag um skuldir sveitarfélaga er rétt að það komi fram að í ársbyrjun 2016 námu heildarskuldir A-hluta 34 milljörðum króna. Þar af voru skuldir vegna lífeyrisskuldbindingar um 9,8 milljarðar króna. Í árslok 2018 er gert ráð fyrir að heildarskuldir A-hluta nemi um 37 milljörðum króna. Þar af eru skuldir vegna lífeyrisskuldbindingar […]

Heilsueflandi spilastokkar inn öll heimili í Hafnafirði

Hafnarfjarðarbær gekk til samninga við Embætti landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur nú í samstarfi við hagsmunaaðila mótað heilsustefnu. Liður í aukinni heilsueflingu er að benda íbúum og öðrum áhugasömum á þá möguleika sem eru til staðar í Firðinum okkar fagra. Við búum í náttúruparadís og eru tækifæri til útivistar, heilsueflingar og […]

Íbúafundur vegna fjárhagsáætlunar

Næst komandi þriðjudagskvöld 14. nóvember verður íbúafundur með bæjarstjóra og sviðsstjórum þar sem fjárhagsáætlun bæjarins 2018. Fundurinn er haldinn í Bæjarbíói og hefst stundvíslega kl. 20. Gera má ráð fyrir að fundurinn stendur yfir í c.a. 1,5 klst.  Á fundinum munu bæjarstjóri og sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar kynna helstu áherslur og niðurstöður í frumvarpi að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar […]

Tillögur að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Austurgötu 36

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 03.10.2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Austurgötu 36 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Jafnframt verður tillagan grenndarkynnt. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hafnarfjörður miðbær. Niðurrif núverandi húss hefur verið heimilað. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að lóðarmörk við götu verða […]

Traustur rekstur, þjónusta efld og uppbygging framundan

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 verður lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu á miðvikudaginn. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins, viðhald á eignum bæjarins verður verulega aukið og framkvæmdir verða meiri en […]