Category: Fréttir

Evrópska ungmennavikan – vinnustofa um lýðræði í Vatnaskógi

Dagana 1.-7. maí er evrópsk ungmennavika og ungmenni um allt land fagna því með margvíslegum hætti. Hópur ungmenna sem sækir starf í félagsmiðstöðinni Húsinu hér í Hafnarfirði mun taka þátt í vinnustofum um lýðræði í Vatnaskógi dagana 4.-6. maí. Meðal viðfangsefna í vinnustofunum verður stjórnsýslan, gagnrýn og ábyrg notkun á samfélagsmiðlum, Ungmennaáætlun Erasmus +, Ungmennaráð […]

Áfram Sólveig, Guðlaug og Tómas!

Á föstudagskvöld mætir lið Hafnarfjarðar liði Akraness í fjögurra liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvari. Lið okkar er skipað þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Tómasi Geir Howser Harðarsyni og Sólveigu Ólafsdóttur – frábær hópur sem hefur æft stíft fyrir hverja keppni og árangur erfiðis og skemmtunar orðinn mjög sýnilegur.  Í fyrsta skipti er lið Hafnarfjarðar komið í fjögurra […]

Bæjarstjórnarfundur 27. apríl

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 27. apríl. Fundurinn hefst kl. 17 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu.  Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 17. Meðal efnis á fundi eru byggingaráform við Fornubúðir 5, opnunartími sundlauga, fjölmenningarráð, samningur við […]

17. júní – þín þátttaka?

17. júní skemmtiatriði – auglýst eftir skemmtiatriðum Þjóðhátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar auglýsir eftir skemmtiatriðum á 17. júní. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á Thorsplani, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum í miðbænum. Vinsamlega sendið inn hugmyndir að allskonar atriðum og uppákomum á framkvæmdastjóra 17. júní, Geir Bjarnason: geir@hafnarfjordur.is eða skriflega til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, […]

Þjónandi leiðsögn innleidd í starf með fötluðu og öldruðu fólki

Nú hafa flestir starfsmenn, sem starfa á heimilum fatlaðs fólks, vinnustöðum, skammtímavistun þar sem fatlað fólk dvelur, og starfsmenn heimaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fengið fræðslu um þjónandi leiðsögn. Unnið er að innleiðingu hugmyndafræðinnar á öllum þessum starfsstöðvum. Almennt fellur hugmyndafræðin vel að því starfi sem fyrir er og getur ekki annað en styrkt þau vinnubrögð og áherslur […]

Hreinsunaráskorun til fyrirtækja

Hreinn Hafnarfjörður…með þátttöku allra! Árvisst hreinsunarátak í Hafnarfirði verður dagana 2. – 11. maí. Þessa daga verða bæjarstarfsmenn á fullu við hreinsun víðsvegar um Hafnarfjörð og samhliða er skorað starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði að taka virkan þátt með því að huga að hreinsun innan sinna lóðarmarka og í sínu nánasta umhverfi.  Gámar á […]

Viltu vera á umhverfisvaktinni?

  Samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar og félagasamtaka um umhirðu bæjarlandsins   Umhverfisvaktin snýr aftur. Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins og er markmiðið sem fyrr að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun.  Félögum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að vakta umhverfið, þ.e. taka að sér að sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði, […]

Ábendingar frá íbúum um bætt umferðaröryggi

Hafnarfjarðarbær vinnur nú að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Hvaða atriði/þættir geta bætt umferðaröryggi í bænum? Við gerð áætlunar er mikilvægt að hafa samráð við íbúa bæjarins. Því óskar Hafnarfjarðarbær eftir ábendingum frá íbúum um þau atriði sem geta stuðlað að bættu umferðaröryggi í bænum, fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Í ferlinu er einnig  haft samráð […]

Garðaúrgangur sóttur heim

Hreinn Hafnarfjörður…með þátttöku allra! Vorsópun á götum og göngustígum er að eiga sér stað í Hafnarfirði þessa dagana og mun standa yfir til mánaðamóta. Bænum er skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Líkt og í fyrra hvetur Hafnarfjarðarbær til samfélagsátaks í hreinsun þar […]

Nýtt grillhús á Víðistaðatúni

Á Sumardaginn fyrsta, meðan á skiptust skin og lauflétt snjókoma, opnaði Hafnarfjarðarbær með formlegum hætti nýtt grillhús á Víðistaðatúni og sáu bæjarfulltrúar um að grilla pylsur handa gestum og gangandi að loknu Víðavangshlaupi sem fram fór á túninu í bítið á fyrsta morgni sumars. Til stendur að halda áfram að gera Víðistaðatún enn skemmtilegra en nú […]