Category: Fréttir

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar góðir íbúar og aðrir gestir. Við höldum veglega upp á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og látum veðrið ekki stöðva okkur í því.  Á Víðistaðatúni verða hátíðarhöld fram eftir degi auk þess sem hátíðarhöldin teygja anga sína víðar um bæinn. Sjáumst á Víðistaðatúni og víðar! 🙂Dagskrá Sumardagsins fyrsta  Kl. 10 Viltu sigla? Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts […]

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2017

Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar. Mat nefndarinnar var að árið 2017 yrði myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Steingrímur Eyfjörð er fæddur árið 1954, hann nam myndlist á Íslandi og í Hollandi. Steingrímur hefur í verkum […]

Sumarsöngur og leikskólalist

Rúmlega 400 nemendur í 3. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar gerðu heiðarlega tilraun til að syngja inn sumarið í morgunsárið nú á síðasta vetrardegi. Samhliða voru Bjartir dagar í Hafnarfirði settir formlega en menningarhátíðin og jafnframt fyrsta bæjarhátíð sumarsins stendur yfir þar til á sunnudag. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga í Björtum dögum […]

Styrkir sem auðga og dýpka listalíf Hafnarfjarðarbæjar

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag. Tuttugu og tvö verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til […]

Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð

Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð á fyrstu bæjarhátíð sumarsins! Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði 19.-23. apríl þar sem stofnanir bæjarins, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir fjölbreyttum viðburðum.   HEIMA – tónlistarhátíð í heimahúsum síðasta vetrardag Sumardagurinn fyrsti á Víðistaðatúni Gakktu í bæinn – söfn og vinnustofur listamanna opnar á föstudagskvöld Bræðralag – stórtónleikar […]

Í bæjarfréttum er þetta helst…

Orð frá bæjarstjóra eftir mánaðarmót Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa […]

Tímamót í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar

 Algjör viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hafnarfjarðarbæjar – úr halla í afgang Skuldaviðmið komið undir 150% – bærinn losnar undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar var 169,6% í árslok 2016 samanborið við 194% í árslok 2015 og hefur ekki verið lægra í aldarfjórðung eða frá árinu 1992 Rekstrarkostnaður nánast óbreyttur á milli ára Skuldahlutfall […]

Sópun á götum og göngustígum

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði hófst mánudaginn 3. apríl. Í fyrra fór hún af stað um miðjan apríl en í ár gerðum við enn betur og fórum af stað með sópun í byrjun apríl þrátt fyrir að veður hafi aðeins sett strik í reikninginn síðustu vikuna. Bænum er skipt upp í 14 […]

Leigir þú á almennum markaði?

Leigir þú á almennum markaði? Þú gætir átt rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi frá Hafnarfjarðarbæ. Kannaðu rétt þinn og sæktu um rafrænt á hafnarfjordur.is – MÍNAR SÍÐUR. Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í s. 585-5500 eða í netspjalli.  Sótt er um húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun á husbot.is þar sem réttur til sérstaks húsnæðisstuðnings er tengdur rétti á […]

Heilsuefling eldri borgara

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar fékk Janus Friðrik Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing, á fund sinn í lok síðustu viku. Janus kynnti hugmyndir um fjölþætta heilsurækt og leiðir að farsælum efri árum. Með heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu kleift að auka hreysti og efla […]