Skráning á sumarnámskeið 2019 Posted júní 4, 2019 by avista Á sumrin eru leikjanámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði. Innifalið í námskeiðum er fjölbreytt skemmtun s.s. leikir, göngu- og hjólaferðir og margt fleira. Námskeiðin eru ætluð börnum 7-9 ára en dagana 9. – 21. ágúst verður í boði leikjanámskeið fyrir 6 ára. Opnað hefur verið fyrir skráningu og þarf skráning að fara fram fyrir […]
Störf við Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefjast 11. júní Posted júní 4, 2019 by avista Sumarið 2019 fá 14 – 16 ára unglingar (fæddir árin 2003 – 2005) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Allir aldurshópar hefja vinnu 11. júní. Miðbæjarhópur, sem samanstendur af eldri ungmennum, hefur þegar hafið störf en öll 17 ára ungmenni fengu starf við vinnuskólann í sumar. 14 ára unglingar vinna aðra hverja viku fyrir hádegi og eftir […]
Menningar- og heilsugöngur sumarsins 2019 Posted júní 3, 2019 by avista Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 6. júní – Undirhlíðar – óvænt uppákomaEinar Skúlason leiðir 90-120 mínútna göngu að Undirhlíðum á fjölbreyttu undirlagi. Á leiðinni verður óvænt uppákoma […]
Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst í dag Posted júní 3, 2019 by avista Nú blasa sumarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar við og þá á lesturinn oft til að gleymast enda margt skemmtilegt um að vera. Rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur tapast yfir sumarmánuðina og því er mikilvægt að viðhalda henni í sumarfríinu. Bókasafn Hafnarfjarðar vill hjálpa foreldrum við það með því að bjóða upp á sumarlestur líkt og undanfarin […]
Hafnfirsk ungmenni eru til fyrirmyndar Posted júní 3, 2019 by avista Niðurstöður stórrar landskönnunar varðandi vímuefnaneyslu gefa til kynna að hafnfirsk ungmenni séu til fyrirmyndar og að flest þeirra snerti ekki vímuefni. Um 85% nemenda taka þátt í könnuninni hverju sinni en hún var lögð fyrir nemendur nú í febrúar. Á hverju ári taka nemendur í 8.-10. bekk grunnskóla þátt í stórri landskönnun varðandi vímuefnaneyslu sem […]
Hafnarfjörður hvetur til vistvænna framkvæmda Posted maí 31, 2019 by avista Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt sjö tillögur að aðgerðum til að hvetja húsbyggjendur að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings. Á fundi bæjarstjórnar 29. maí sl. var meðal annars samþykkt að veita 20-30% afslátt af lóðarverði […]
Bæjarstjórnarfundur 29. maí Posted maí 27, 2019 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 29. maí. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Hluti Hjallabrautar og Víðistaðatúns Posted maí 17, 2019 by avista Samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er auglýst til kynningar lýsing Aðalskipulagsbreytinga er nær til hluta Hjallabrautar og jaðar Víðistaðatúns. Breytingartillagan felur í sér:Jaðar svæðis við Víðistaðatún sem fellur undir hverfisvernd HVc1 og HVc5 verði íbúðabyggð. Hægt er að skoða lýsinguna hér á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is frá 17. -31. maí 2019. Jafnframt verður haldinn kynningarfundur […]
Þéttingarsvæði innan Hafnarfjarðar Posted maí 17, 2019 by avista Auglýst er til kynningar lýsing Aðalskipulagsbreytinga vegna þéttingarsvæða innan Hafnarfjarðar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 6.2.2019. Hægt er að skoða lýsinguna hér á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is frá 17. -31. maí 2019. Jafnframt verður haldinn kynningarfundur í Hafnarborg þann 23.maí nk. kl.17-19 þar sem farið verður yfir lýsinguna. Breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 – þétting […]
Fyrstu lóðunum úthlutað í 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis Posted maí 16, 2019 by avista Opnað var fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun íbúðahúsalóða í 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis um miðjan mars síðastliðinn. Umsóknarfrestur var til 22. apríl 2019 og var fyrstu lóðunum úthlutað á fundi bæjarstjórnar í gær. Uppbygging í hverfi er þegar farin af stað. Öllum lóðum í 1. áfanga hefur verið úthlutað, nokkrum fjölda í 2. áfanga og mikill […]