Category: Fréttir

Sópun á götum og göngustígum

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði hófst mánudaginn 3. apríl. Í fyrra fór hún af stað um miðjan apríl en í ár gerðum við enn betur og fórum af stað með sópun í byrjun apríl þrátt fyrir að veður hafi aðeins sett strik í reikninginn síðustu vikuna. Bænum er skipt upp í 14 […]

Útboð – umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði.  Verkefnið felst í umsjón og eftirliti með byggingu hjúkrunarheimilis, sem er 3ja hæða bygging ásamt kjallara undir hluta hússins.  Stærð hússins er um 4.000 m2. Verktími er frá maí 2017 til ágúst 2018.  Þeir sem óska eftir að fá send […]

Útboð – niðurrif á Dverg

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í að rífa bygginguna Dverg við Lækjargötu 2 í Hafnarfirði. Byggingin er 3ja hæða steinhús, samtals um 2.500 m2 að flatarmáli. Verkefnið felst í að rífa bygginguna, flokka byggingarefni og farga.  Verktími er frá 10. júní- 21. júlí 2017.  Þeir sem óska eftir að fá send útboðsgögn skulu senda beiðni um […]

Vinadreki á Drekavöllum

Risastór vinadreki liðaðist um Drekavelli í Hafnarfirði nú í morgun og samanstóð drekinn af hátt í 1200 nemendum, leikskólabörnum og starfsmönnum við Hraunvallaskóla. Vinadrekinn er lokahnykkur Hraunvallaleika sem haldnir hafa verið við skólann síðustu þrjá dagana. Leikarnir tengja saman nemendur á öllum aldri og hafa þann góða tilgang að efla samskipti og góðan skólaanda.    […]

Nýtt deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna, Gjárnar og Ásvallabraut

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23.11.16 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast í norðri af náttúruvættinu Kaldárhraun og Gjárnar og liggur að deiliskipulagi Sléttuhlíðar auk nær það yfir brunnsvæði vatnsverndar í Kaldárbotnum.  Alls […]

Sérkennsluráðgjafi leikskóla óskast til starfa

Hafnarfjarðarkaupstaður auglýsir eftir sérkennsluráðgjafa leikskóla hjá fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Sérkennsluráðgjafi leikskóla vinnur að stuðningi og ráðgjöf við foreldra, kennara og starfsfólk leikskóla vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning. Sérkennsluráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk fræðslu- og frístundaþjónustu og opinberar stofnanir sem tengjast málefnum barna með sérþarfir. Sérkennsluráðgjafi veitir einnig ráðgjöf við börn sem […]

Tilkynning vegna breytinga – Kvistavellir 63 og 65

Tilkynning vegna breytinga á deiliskipulagi við Kvistavelli 63 og 65, Vellir 5. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29.3.2017 tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Kvistavellir 63-65 og að málinu verði lokið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að lóðirnar Kvistavellir 63 og Kvistavellir 65 eru sameinaðar í eina […]

Grenndarkynning – Klettahraun 23

Grenndarkynning – Klettahraun 23. Breyting vegna byggingarleyfisumsóknar Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 08.03.2017, var tekið fyrir erindi eigenda Klettahrauns 23, Magnúsar Inga Óskarssonar og Signýjar Jóhannesdóttur um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra breytinga á húsi þeirra. Á fundinum var samþykkt að grenndarkynna meðfylgjandi tillögu THG arkitekta að breytingum á Klettahrauni 23, Hafnarfirði, dags. 07.03.2017. Erindið er […]

Samkeppni um heiti á skóla

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á 367. fundi sínum þann 8. mars 2017 að standa fyrir nafnasamkeppni á nýjum skóla í Skarðshlíð inn af Völlunum í Hafnarfirði. Skólinn í Skarðshlíð mun verða starfræktur í nýrri skólabyggingu sem hafið verður að reisa á árinu 2017 og hann verður tekinn í notkun í áföngum árin 2018-2020. Í skólanum verður […]

Menningardagar í Áslandsskóla

Dagana 3. – 6. apríl eru menningardagar í Áslandsskóla. Þá er skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt. Söngleikir og tónlist er þema menningardaganna að þessu sinni, nemendum er skipt í hópa og unnið verður með söngleiki & tónlist  á fjölbreyttan hátt. Mánudag, þriðjudag og miðvikudag stendur skóladagur yfir frá 8.10 – 13.10.  Fimmtudaginn 6. apríl er […]