Trjágróður út fyrir lóðarmörk Posted apríl 21, 2019 by avista Getur verið að gróðurinn á þinni lóð sé til vandræða fyrir aðra? Núna er rétti árstíminn fyrir trjá- og runnaklippingar. Öll viljum við geta komist leiðar okkar um gangstéttar, göngustíga og götur bæjarins án þess verða fyrir skaða vegna trjágreina sem vaxa út úr görðum hvort sem við erum gangandi, hlaupandi, hjólandi eða akandi. Trjágróður […]
Á að reisa grindverk eða skjólvegg? Posted apríl 21, 2019 by avista Stendur til að reisa grindverk eða koma fyrir skjólvegg? Um slíkar framkvæmdir gilda ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér áður en farið er af stað. Huga þarf að lóðarmörkum hvort heldur sem er við lóð nágrannans eða að bæjarlandi. Heimilt er að reisa skjólvegg og girðingar sem eru allt að 1,8m að hæð […]
Ertu að nota ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði? Posted apríl 17, 2019 by avista Hafnarfjarðarbær undirbýr nú nýtt útboð á ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði. Við viljum gjarnan heyra frá notendum, aðstandendum og öðrum þeim sem þekkja og nota akstursþjónustuna. Ný facebook síða er vettvangur til þess að koma á framfæri ábendingum til starfsmanna og starfshópsins sem hefur umsjón með verkefninu. Einnig er hægt að senda ábendingar á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is […]
Bjartir dagar 2019 Posted apríl 16, 2019 by avista Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði pakkaðir af fjölbreyttum viðburðum sem stofnanir bæjarins, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum. Ýmsir tónlistarviðburðir skipa stóran sess í dagskrá Bjartra daga í ár með tónlistarhátíðina HEIMA í broddi fylkingar og á […]
Sund og menning um páskana Posted apríl 15, 2019 by avista Afgreiðslutími sundstaða og menningarstofnana um páskana er eftirfarandi: Skírdagur18. apríl Föstudagurinnlangi 19. apríl Laugardagur20. apríl Páskadagur21. apríl Annar í páskum22. apríl Ásvallalaug 8:00-17:00 Lokað 8:00-18:00 8:00-17:00 8:00-17:00 Suðurbæjarlaug 8:00-17:00 8:00-17:00 8:00-18:00 Lokað 8:00-17:00 Sundhöll Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Bókasafn Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Byggðasafn Lokað Lokað 11:00-17:00 Lokað 11:00-17:00 Hafnarborg 12:00-17:00 Lokað 12:00-17:00 […]
Kaldárselsvegur – lokanir vegna framkvæmda Posted apríl 15, 2019 by avista Vegna komandi malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg á tímabilinu frá 22. apríl til 6. maí er ekki hjá því komist að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd. Röskun á umferð vegna lokana verður um eftirtaldar götur en þó á mismunandi tímum: Kaldárselsvegur Elliðavatnsvegur Brekkuás Klettahlíð Framkvæmdasvæðið verður ekki lokað […]
Hvatningar- og foreldraverðlaunin til Víðistaðaskóla Posted apríl 12, 2019 by avista Hvatningarverðlaun foreldraráðs 2019 fóru í skaut Víðistaðaskóla og Félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins, en verðlaunin voru afhent í gærkvöldi. Að baki Jafnréttisdögunum stóðu þau Salka Sigurðardóttir, Þórunn Þórarinsdóttir, Agnes Lára Þorleifsdóttir, Ylfa Þórhildur Guðmundsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Sigrún Ásta Gunnarsdóttir og Gunnar Smári Unnarsson. Jafnréttisdagarnir fengu í verðlaun fyrirlestur að eigin vali um jafnréttismál. Foreldraverðlaun foreldraráðs 2019 hlutu […]
Börn og umhverfi fyrir ungmenni – námskeið RKÍ Posted apríl 12, 2019 by avista <img height=“1″ width=“1″ style=“display:none“ src=“https://www.facebook.com/tr?id=344679792675614&ev=PageView&noscript=1″ /> Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið dagana 7, 8, 9 og 14. maí 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að […]
LED væðing götuljósa Posted apríl 11, 2019 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í 1. áfanga útskipta í LED væðingu götuljósa. Áætlað er að skipta um 250 lampa á árinu 2019 og auglýsir Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum í þessa lampa. Tilboð verða opnuð hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu þann 2. maí 2019 kl. 10:00. Beiðni um útboðsgögn skal senda á ishmael@hafnarfjordur.is
HREINSUM HAFNARFJÖRÐ – á Snapchat og Instagram Posted apríl 10, 2019 by avista Gunnella Hólmarsdóttur mun á næstu vikum halda úti Snapchat og Instagram reikningunum: HREINSUM HAFNARFJÖRÐ. Þar deilir hún hagnýtum leiðum og aðferðum við m.a. flokkun á heimilissorpi og plokkun í nærumhverfinu auk þess að veita önnur ráð. Gunnella Hólmarsdóttir er tveggja barna móðir í Kinnunum sem, líkt og margir aðrir, veltir því fyrir sér á degi hverjum […]