Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 13. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13. september. Fundurinn hefst kl. 17 í Fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu.  Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 17.  Meðal efnis á fundi eru gjaldskrá leikskóla og dagforeldra. Reglur um félagslegt […]

Vinabær Hafnarfjarðar frá Kína í heimsókn í síðustu viku

Sex manna sendinefnd frá Baoding, vinabæ Hafnarfjarðar í Kína, sótti bæinn heim á dögunum. Fyrir hópnum fór Li Junling, staðgengill borgarstjóra Baoding, og áttu hann og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri saman fund þar sem rætt var starfsemi bæjarins, innleiðingu jafnlaunastaðals, verkefni heilsueflandi samfélags, vaxandi atvinnulíf í bænum og umhverfismál. Hópurinn hafði sérstakan áhuga á að […]

Breytingar á leiðum Strætó vegna framkvæmda í Lækjargötu Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær vinnur að endurnýjun í Lækjargötu í Hafnarfirði.  Framkvæmdir munu hefjast mánudaginn 11.september 2017 og standa fram í desember. Lokun í Lækjargötu hefur áhrif á leiðir Strætó sem aka Lækjargötuna og aka vagnarnir hjáleiðir til og frá skiptistöðinni í Firði. Hér má sjá lista yfir allar breytingar á leiðum Strætó vegna framkvæmdanna: ·      Biðstöðin á […]

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar jákvæð um tæpan milljarð

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrri hluta ársins var jákvæð um 908 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 285 milljónir króna. Helstu frávik eru að tekjur eru alls um 400 milljónum krónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir og fjármagnskostnaður er um 203 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir vegna lægri verðbóta […]

Heilbrigðisráðherra ræsti „Göngum í skólann“ í Hafnarfirði í morgun

Í morgun fór fram setningarhátíð Göngum í skólann 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þetta er í 11. skipti sem verkefnið fer fram. Dagskráin hófst með því að Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri bauð alla velkomna og í kjölfarið fluttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar stutt ávörp þar sem […]

Göngum í skólann hefst á morgun

Á morgun miðvikudaginn 6. september hefst verkefnið Göngum í skólann í ellefta sinn hér á landi. Verkefnið verður sett  og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum. Verkefnið stendur í tæpan mánuð og eða til  4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka […]

Krýsuvíkurvegur við Hellnahraun, framkvæmdir við nýtt hringtorg

Vegna malbikunarframkvæmda þann 6. september  er Krýsuvíkurvegur lokaður að hluta, á vegkaflanum milli hringtorgs við Hraunhellu/Hellnahraun I annars vegar og afleggjara að Hvaleyrarvatni hins vegar. Umferð ökutækja verður beint inn á hjáleið um Selhraun og Velli, þ.e. um Hraunhellu  og Ásbraut að Krýsuvíkurvegi. Hjáleiðir eru merktar á meðan á framkvæmdum stendur.  Reiknað er með að […]

Lýðheilsugöngur í Hafnarfirði vegna 90 ára afmælis Ferðafélag Íslands

Hafnarfjarðarbær og Ferðafélag Íslands býður áhugasömum að taka þá í áhugaverðum göngum í Hafnarfirði í september. Hafnarfjörður er heilsubær og í því verkefni er sérstök áhersla á vellíðan, hreyfingu og kynna fyrir bæjarbúum uppland bæjarins. Ferðafélagið fagnar í mánuðinum 90 ára afmæli sínu og stendur fyrir slíkum göngum um allt land. Ráðgert er að göngurnar […]

Snyrtileikinn verðlaunaður

Hafnarfjarðarbær leitaði fyrr í sumar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Á fimmtudaginn sl. 31. ágúst voru viðurkenningarnar veittar við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Alls bárust 18 ábendingar frá bæjarbúum varðandi fallegasta garðinn, fallegustu götuna eða stíginn og einnig bárust tilnefningar […]

Um það bil 700 manns heimsóttu St. Jósefsspítala á laugardag

Um helgina var opið hús í St. Jósefsspítala en þar var boðið upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gafst kostur á að koma á framfæri hugmyndum um framtíð húsnæðisins. Starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala leggur mikla áherslu á að fá hugmyndir frá bæjarbúum og hefur verið opnuð netgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum […]