Category: Fréttir

Opið hús í St. Jósefsspítala

  Laugardaginn 2. september næstkomandi verður boðið uppá opið hús í St. Jósefsspítala á milli kl. 13 og 15. Boðið verður upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíð húsnæðisins.  Hafnarfjarðarbær hefur eignast allt húsnæðið sem er 3.000 fermetrar og skuldbundið sig til að reka […]

Skólabyrjun 2017

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hófst í dag. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, og af þeim 95 börn sem hefja nám í nýjum Skarðshlíðarskóla. Skarðshlíðarskóli mun í vetur verða starfræktur í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju. Skóflustunga að húsnæði skólans var tekin í gær, 21. ágúst og mun skólastarf hefjast í nýjum skóla […]

FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN AÐ SKARÐSHLÍÐARSKÓLA TEKIN Í DAG

 Fyrsta skóflustunga að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði var tekin kl 15:00 í dag. Skólinn er áttundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé Hafnarfjarðarbæjar, einkum tekjur af lóðasölu. Skarðshlíðarskóli hóf starfsemi í vikunni í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju en þar fer kennslan fram á meðan framkvæmdir við fyrsta áfanga […]

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti eftirfarandi breytingartillögu á fundi sínum þann 12. maí sl.: Fjölskylduráð leggur til að 5. gr. reglna um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur falli niður. Einnig er lögð til breyting á 4.gr. reglnanna þannig að stuðullinn hækki úr 700 kr. í 900 kr. Breytingin gildir frá 1. janúar 2017. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem samþykkti í […]

Tilboð lögaðila opnuð í lóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, í morgun

Í morgun klukkan tíu voru opnuð tilboð frá lögaðilum í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, sem auglýstar voru í sumar. Alls bárust tilboð frá 10 lögaðilum en þau voru lesin upp í morgun að viðstöddum fulltrúum nokkura bjóðenda. Á sama tíma rann út frestur einstaklinga til að skila inn tilboðum í […]

Hafnarfjarðarbær opnar bókhaldið

Hafnarfjarðarbær hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hefur opnað aðgengi almennings að bókhaldi sínu. Á föstudag var formlega opnað svæði á heimasíðu bæjarins þar sem bæjarbúar og aðrir geta kynnt sér tekjur og gjöld sveitarfélagsins og skiptingu kostnaðar á kostnaðarlykla, skipulagseiningar og birgja.  https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/baerinn-i-tolum/opid-bokhald  „Með þessu erum við mæta kröfum samfélagsins um gegnsæi […]

Fyrst íslenskra sveitarfélaga til að fá jafnlaunavottun

Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu. Markmiðið með innleiðingunni er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með vottun frá […]

Skóli í Skarðshlíð verksamningur

Hafnarfjarðarbær og Eykt skrifuðu á dögunum undir samning um hönnun og byggingu á nýjum skóla í Skarðshlíð, verk sem auglýst var í alútboði á vormánuðum. Skólinn samanstendur af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um 480 m2, leikskóla um 760 m2 og íþróttahús um 870 m2, samtals um 8.910 m2. Eykt mun […]

Breyting á deiliskipulagi Einhellu 9

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. febrúar 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Hellnahrauns – Hafnarfirði / Einhella 9. í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Breytingin felst í því að byggingarreitur við Einhellu 9 stækkar um 15m til vesturs, 3m til austurs og minnkar um […]

Lokanir á Reykjanesbraut

Vegna malbikunarframkvæmda verður lokað fyrir umferð um syðri akbraut Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Ásbrautar miðvikudaginn 02.08.17 og fimmtudaginn 03.08.17 frá kl. 19.00 hvort kvöld og fram á nótt.  Merkt hjáleið fyrir umferð er um Vallahverfi í Hafnarfirði.