Category: Fréttir

Bjartir dagar – þín þátttaka?

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 19.-23. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Ertu með hugmynd að dagskráratriði? Óskað er […]

Bæjarstjórn ályktar gegn breytingu á lögum

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi tekið fyrir og meðfylgjandi ályktun lögð fram:  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um verslun með áfengi. Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna […]

Skipulagsbreyting – Breiðhella 18 og 20

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna Breiðhellu 18 og 20, Hafnarfirði.  Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 13. desember 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna að Breiðhellu 18 og 20 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulaginu “Hellnahraun 2. áfangi, staðfest 11.04. […]

Skipulagsbreyting – Fornubúðir 5

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 01. febrúar 2017 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á “Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði” vegna lóðarinnar við Fornubúðir 5, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin heimilar að reist verði skrifstofu- og þjónustuhús. Breytingar ná til lóðarinnar nr. 5 við Fornubúðir og fela m.a. í sér breytta hámarkshæð […]

Til hamingju Víðivellir!

Leikskólinn Víðivellir fagnar 40 ára afmæli skólans í dag þann 28. febrúar. Haldið var upp á afmælið með margvíslegum hætti. Gestum var boðið í í afmælissöngstund á sal með elstu börnunum og eftir hádegið fóru börnin í skrúðgöngu um hverfið og sungu hástöfum afmælislagið og söngvana um Víðivelli og Hafnarfjörð. Leikskólinn Víðivellir var formlega tekinn […]

Snjóhreinsun – staða mála

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hafa unnið látlaust við snjóhreinsun og mokstur frá kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Allar strætóleiðir og stofngötur eru nú greiðfærar og er unnið að hreinsun í húsagötum. Mokstri á plönum hjá skólum og leikskólum er að mestu lokið og verður unnið að frekari hreinsun í dag og næstu daga. Reynt verður að […]

Bæjarstjórnarfundur 1. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 1. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru Borgarlína og framlagt erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi verkefnalýsingu […]

Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri

Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og eru laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Lágmarksaldur umsækjenda í eftirfarandi störf er […]

Nýtt deiliskipulag – Kaldárselsvegur

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2017 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Kaldárselsveg í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Samhliða verða gerðar breytingar á mörkum deiliskipulagsáætlana fyrir Mosahlíð og Áslandi 3. Deiliskipulagið afmarkast frá Sörlatorgi og að Hlíðarþúfum alls 8 ha að stærð. Deiliskipulagstillagan, greinargerð ásamt breytingum fyrir Mosahlíð og […]

Nýr deildarstjóri stoðþjónustu

Guðrún Frímannsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri stoðþjónustu hjá fjölskylduþjónustu. Guðrún er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað sem slík mestan hluta starfsævinnar, að undanskildum fimm árum sem dagskrár- og fréttamaður hjá RÚV. Guðrún hefur verið félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs frá því um mitt ár 2010. Hún var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2000-2005, verkefnastjóri í velferðarráðuneytinu 2005-2006 auk þess […]