Category: Fréttir

Bæjarbrúarnám hafið að nýju

Bæjarbrú er samheiti sem notað er fyrir nám nemenda í grunnskólum í því að taka framhaldsskólaáfanga meðan þeir eru enn í grunnskóla.  Í vetur verður í boði kennsla í tveimur greinum; stærðfræði og ensku. Um 20 nemendur eru skráðir í stærðfræði og nálægt 30 nemendur í ensku.  Námið fer fram í Flensborg með vikulegum tímum […]

Verkfræðihönnun við Sólvang

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Byggingin verður um 4.000 m2 að flatarmáli, 3 hæðir og kjallari að hluta.  Í verkfræðihönnun felst hönnun burðarvirkja, jarðvinnu, lagnakerfa, loftræsikerfa, rafkerfa, hljóðvistar og bruna. Einnig að hanna breytingar á fráveitulögnum á lóð. Miðað er við að útboð vegna framkvæmda verði […]

Yngri börn en áður á leikskóla

Haustinnritun barna í leikskóla fór fram nú í ágúst og stendur aðlögun yfir. 109 börn fædd í upphafi árs 2015 eru komin með pláss á leikskólum í Hafnarfirði. Aðgerðir sem miða að lækkun innritunaraldurs eru farnar að skila árangri og eru ný börn á leikskóla haustið 2016 yngri en áður.  Frá því að opnað var […]

Útivistarreglur – verum samtaka

Um svipað leyti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september.  Börn 12 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu.  Slíkar […]

Stuðningsfjölskyldur óskast

Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd og í fötlunarmálum, sem fyrst. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning  auk þess  að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til […]

Bæjarstjórnarfundur 31. ágúst

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 31. ágúst. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending fundar hefst kl 14:00. 

Styrkir vegna námskostnaðar

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. „Með fötlun er átt við það ástand sem skapast þegar einstaklingur þarf fjölþætta þjónustu og aðstoð til langframa vegna alvarlegrar þroskaröskunar eða annarrar röskunar […]

Spennandi starf með skóla

Ert þú í leit að gefandi og skemmtilegu starfi með skóla sem veitir þér reynslu og hæfni í samskiptum, skipulagi og skemmtilegheitum? Við viljum fá til liðs við okkur hressa og metnaðarfulla einstaklinga til að taka þátt í uppbyggilegu menntunar-, forvarnar- og afþreyingarstarfi með börnum á aldrinum 6-9 ára á frístundaheimilum okkar í vetur.  Hvað […]

Tillögur að haustsýningu

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2017. Sýningin Tilraun – leir og fleira sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til […]

Námsaðstaða fyrir háskólanema

Opið er fyrir lyklaúthlutun að fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar þessa dagana.  Aðeins fáir lyklar eru eftir til úthlutunar fyrir áhugasama háskólanema sem kjósa að læra í sínum heimabæ.  Þeir sem óska eftir að fá lykla þurfa að mæta í afgreiðslu Bókasafns Hafnarfjarðar, vera með bókasafnsskírteini í gildi og skuldlaus við safnið. Greiða þarf tryggingargjald krónur 2.500.-(ath. […]