Category: Fréttir

Sumarstarfið að hefjast

Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er í fullum gangi á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2015. Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði. Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið uppá leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og Tómstund fyrir 10-13 ára börn. Þá verða starfræktir Skólagarðar þar sem börn á aldrinum 7-12 ára hafa forgang að skrá sig og… Read more »

Íþróttamál greining á samningum

„Í dag var kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og forsvarsmönnum ÍBH samantekt og greining ráðgjafafyrirtækisins R3 á fjárframlögum Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga í bænum síðastliðin tíu ár og samningum þar um. Þá er einnig gerður samanburður við fyrirkomulag í nágrannasveitarfélögunum.  Greiningin er liður í vinnu bæjarstjórnar við að kortleggja samninga við íþróttafélögin þannig að betri yfirsýn fáist yfir málaflokkinn…. Read more »

Bæjarstjórnarfundur 10. júní

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 10. júní kl. 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Verkefnastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Magnús Bjarni Baldursson hefur verið ráðinn verkefnastjóri nýrrar Markaðsstofu Hafnarfjarðar til sex mánaða.  Magnús Bjarni var ráðinn úr hópi um fimmtíu umsækjenda. Magnús Bjarni hefur umtalsverða reynslu af markaðsmálum, uppbyggingu vörumerkja, auglýsingamiðlun og stjórnunarstörfum. Að auki hefur hann starfað við háskólakennslu, setið í stjórnum fyrirtækja og var formaður  Sambands íslenskra auglýsingastofa um tíma. Magnús Bjarni… Read more »

Nýr Daggæslufulltrúi

Hrund Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr daggæslufulltrúi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og mun hefja störf 1. ágúst nk.  Hrund er er menntuð sem uppeldisfræðingur (pædagog) frá Holstebro Pædagogseminarium í Danmörku og lauk einnig B.Ed. námi frá Kennaraháskóla Íslands. Í júní á síðasta ári útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hrund hefur víðtæka reynslu… Read more »

Frumkvöðlasetrið Kveikjan flutt í nýtt húsnæði

Frumkvöðlasetrið Kveikjan sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands annast rekstur á í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ flutti fyrir skemmstu í nýtt húsnæði að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði en í því húsnæði hafði slökkvilið Hafnarfjarðar áður aðsetur. Samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, sveitarfélagsins Álftaness og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um frumkvöðlasetrið Kveikjuna var fyrst undirritaður 1. maí árið 2009. Þá var frumkvöðlasetrið… Read more »

Viðurkenning fræðsluráðs til Hraunvallaskóla

Hraunvallaskóli hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2015 fyrir nýbreytni og þróunarstarf á unglingastigi skólans. Á síðustu árum hefur skólastarf á unglingastigi skólans verið endurskipulagt og þróað frekar út frá kennslufræði einstaklingsmiðunar með hliðsjón af kennsluaðstæðum (skólahúsnæðinu). Viðurkenning fræðsluráðs hefur það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs í samfélaginu og veita einstaka verkefnum viðurkenningu… Read more »

Viðurkenning fræðsluráðs til Víðivalla

Leikskólinn Víðivellir hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs árið 2015 fyrir fagmennsku og skólaþróun í skólanum. Í skólanum hefur verið margvíslegt þróunarstarf verið í gangi og skólinn verið í forystu þar á mörgum sviðum. Viðurkenning fræðsluráðs hefur það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs í samfélaginu og veita einstaka verkefnum viðurkenningu sem miða að skólaþróun, samvinnu… Read more »

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er jafnan stór dagur í Hafnarfirði og er hann haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert. Dagskrá: Kl. 8 Fánar dregnir að húni. Kl. 10 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu. Kl. 10.30 Blómsveigur lagður að minnisvarða við Víðistaðakirkju um horfna sjómenn Kl. 11 Sjómannamessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Kl. 13-16  Hátíðardagskrá Flensborgarhöfn: Kl. 13-16… Read more »