Category: Fréttir

Kjarabót fyrir fjölskyldufólk

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum rétt í þessu tillögur starfshóps um breytingar á gjaldskrá og niðurgreiðslum á fræðslu- og frístundasviði.  Með auknum systkinaafslætti og niðurgreiðslu frístundastyrkja er stigið mikilvægt skref í að minnka kostnað barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er það í takti við fjölskylduvænar áherslur. Hækkun á systkinaafslætti tekur gildi 1. september og breyting […]

Kjörstaðir og kjörskrá

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla vegna for­seta­kjörs, sem fram fer 25. júní 2016, hófst við embætti sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu laug­ar­dag­inn 30. apríl.  Frá og með 9. júní fer at­kvæðagreiðslan ein­göngu fram í Perlunni í Öskju­hlíð, Reykja­vík. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.  Þó verður lokað föstu­dag­inn 17. júní. Á kjör­dag, laug­ar­dag­inn 25. júní, verður opið milli […]

Styrkir og jafnréttisverðlaun

Í dag var úthlutað samtals 10,8 milljónum króna sem skiptast á þau tíu íþróttafélög sem sóttu um stuðning fyrir barna- og unglingastarfið í sínu félagi. Jafnréttishvataverðlaun hlutu Fimleikafélag Hafnarfjarðar fyrir mestu fjölgun iðkenda þess kyns sem hallaði á sem voru stúlkur og Sundfélag Hafnarfjarðar fyrir mestu prósentufjölgun þess kyns sem hallaði á sem voru drengir. […]

Sjöundi Grænfáninn

Laugardaginn 4. júní, á sjálfri sjómannadagshelginni, var líf og fjör í góða veðrinu í leikskólanum Norðurbergi. Árleg sumarhátíð var í leikskólanum og að auki fékk leikskólinn afhentan Grænfánann í sjöunda skiptið fyrir viðurkenningu á umhverfisstefnu leikskólans. Fulltrúi frá Landvernd, Katrín Magnúsdóttir, afhenti Umhverfisráði barna fánann og gengu þau, ásamt gestum, fylgtu liði að fánastöng leikskólans […]

Málefni flóttafólks

Evrópskur samráðsfundur um móttöku og aðlögun flóttafólks Fulltrúar stjórnvalda og sérfræðinga í málefnum flóttafólks frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum koma saman í Hafnarfirði næsta tvo dagana til að ræða aðlögun flóttafólks. Fundurinn er haldinn í gamla Menntasetrinu við lækinn í Hafnarfirði. Útfærsla á samstarfi á milli flóttafólks og móttökulands Áhersla í samtali hópsins verður á réttindi […]

Bæjarstjórnarfundur 8. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 8. júní nk. og hefst fundurinn kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins   Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 14:00.   

Tilboð í aðstöðu í Ásvallalaug

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á aðstöðu í Ásvallalaug. Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á 585,4 m2 aðstöðu á 2. hæð í Ásvallalaug þar sem skal vera rekstur líkamsræktarstöðvar og 30,6 m2 aðstöðu á 1. hæð sundlaugar þar sem skal vera veitingasala. Húsnæðið leigist til 5 ára með möguleika á framlengingu um 3 […]

Veisla við Flensborgarhöfn

Blásið verður til tveggja daga hátíðarhalda um helgina í Hafnarfirði í tilefni Sjómannadagsins. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hefur tekið sig saman og sett upp metnaðarfulla og heimilislega dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar. Sjómannadagurinn skipar stóran sess í hugum Hafnfirðinga enda saga sjómanna á svæðinu bæði innihaldsrík og djúpstæð.   Hafnfirðingar hafa haldið […]

Gúttó – vagga menningarlífs

Í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem ljósi er varpað á sögu Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og því mikla félags- og menningarstarfi sem fram hefur farið í húsinu í gegnum tíðina. Góðtemplarastúkan Daníelsher er elsta starfandi félag í Hafnarfirði og […]

Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjár

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Kaldársel,  Kaldárbotna og Gjárnar Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 25. maí 2016 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar í auglýsingu. Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefni þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, […]