Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 27. maí

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 13.maí l 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Sami staður, nýr tími

Fimmtudaginn 28. maí kl. 20 verður haldin málstofa um endurnýjun hafnarsvæða. Á meðal þátttakenda eru Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna, Anna María Bogadóttir arkitekt og Róbert Guðfinnsson athafnamaður frá Siglufirði. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur leiðir umræðuna. Málstofan er haldin í tengslum við sýninguna Þinn staður okkar umhverfi við Flensborgarhöfn en það… Read more »

Leynast garðyrkjuhæfileikar í þér?

Skólagarðar í Hafnarfirði opna mánudaginn 1. Júní. Garðarnir eru staðsettir á fimm stöðum víðsvegar um bæinn, í Setbergi, Holtinu, í Öldutúni, við Víðistaði og á Völlunum. Forgangur fyrir börn frá 7-12 ára börn er nú liðinn og geta því allir bæjarbúar frá aldrinum 7 ára og eldri sótt um garð í skólagörðunum, er hugmyndin sú… Read more »

Þinn staður, okkar umhverfi við Flensborgarhöfn

Iðandi mannlíf einkennir hafnarsvæði víða um heim. Fjölbreytt atvinnulíf og ýmis þjónusta laða að sé fólk á öllum tímum dagsins allt árið. Flensborgarhöfn á sér langa sögu en nú stendur yfir undirbúningsvinna vegna nýs skipulags á svæðinu við smábátahöfnina sem er skilgreint sem blanda af hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. Í Sverrissal verður komið fyrir… Read more »

Allar stofnanir bæjarins lokaðar frá hádegi þann 19.júní

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl  að starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar verði gefið frí frá hádegi  19. júní 2015 í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Skipulögð hátíðahöld eru áformuð viða um land þennan dag og með því að gefa frí er starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar gefinn kostur á að taka þátt í þeim.  Stofnanir… Read more »

Týndu rusl í miðbænum og á Völlunum

Í morgunn fóru starfsmenn bæjarins í ráðhúsinu og á Norðurhellunni út og týndu rusl í miðbænum og á Völlunum. Hreinsunarátakið í morgunn er hluti af hreinsunardögum bæjarins sem nú standa yfir. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar  eru á ferðinni um  bæinn og hirða garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Það voru fjölmargir svartir plastpokar sem… Read more »

Sameiginlegt átak gegn heimilisofbeldi

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar,  og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi.  Í yfirlýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taka velferðasvið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklagsreglur sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn… Read more »

Bæjarstjórnarfundur í dag

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 13.maí l 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Nýr skólastjóri Hvaleyrarskóla

Kristinn Guðlaugsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði frá og með 1. ágúst 2015. Kristinn er fæddur í Hafnarfirði 1968 og gekk í Öldutúnsskóla og lauk síðar stúdentsprófi frá Flensborgarskóla.  Hann lauk íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni og framhaldsnámi við Íþróttaháskóla Noregs 1994.  Árið 2000 tók Kristinn diplómu í tölvu- og upplýsingatækni við KHÍ og… Read more »

Hörðuvellir 80 ára

Leikskólinn Hörðuvellir, við Lækinn í Hafnarfirði, fagnar 80 ára afmæli í ár og í því tilefni var haldin afmælishátíð í skólanum í dag. Skólinn tók til starfa árið 1935 en tvö ár þar á undan fór þar fram sumarstarfsemi. Upphaflega var skólinn stofnaður af verkakonum í bænum. Börn og starfsfólk skólans höfðu undirbúið margt í… Read more »