Gjald undir meðalverði Posted janúar 21, 2016 by avista Verðlagseftirlit ASÍ er þessa dagana að kanna verðlagsbreytingar gjaldskráa sveitarfélaganna. Dagvistunargjald frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar er með því lægra sem gerist yfir heildina, einungis 3.146.- kr frá lægsta gjaldi og 8.669.- kr. frá því hæsta. Meðalverð dagvistunar heilt yfir er 19.402.- kr. á meðan verð Hafnarfjarðarbæjar er 17.311.- kr. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði í upphafi árs breytingar á gjaldskrám […]
Stóra upplestrarkeppnin Posted janúar 20, 2016 by avista Stóra upplestrarkeppnin er í fullum gangi í grunnskólum Hafnarfjarðar þar sem 7. bekkingar skólanna eru í markvissri þjálfun í framsögn og upplestri. Lokahátíð keppninnar fyrir Hafnarfjörð fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 8. mars kl. 17 þar sem tveir fulltrúar hvers grunnskóla taka þátt. Á lokahátíðinni eru jafnframt kynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkinga og […]
Sýnilegur árangur aðgerða Posted janúar 20, 2016 by avista Á meðan gjaldskrárhækkanir leikskóla eru almennt að eiga sér stað meðal stærstu sveitarfélaga landsins, skv. verðlagseftirliti ASÍ, er Hafnarfjarðarbær eitt fimm sveitarfélaga sem nánast stendur í stað milli ára. Sveitarfélagið var í sjötta sæti árið 2014, á yfirliti ASÍ yfir lægstu leikskólagjöldin, en vermir nú fjórða sætið. Umbætur í rekstri og endurhugsun á ferlum og […]
Rekstur veitingasölu Posted janúar 20, 2016 by avista Óskað er eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar að Strandgötu 34. Kaffistofan býður upp á ýmsa möguleika, er öllum opin en fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta við gesti Hafnarborgar. Góð aðstaða til framreiðslu á kaffiveitingum og léttum málsverðum. Opnunartími tengist a.m.k. opnunartíma Hafnarborgar. Einnig velkomið að […]
Nýr stjóri Markaðsstofu Posted janúar 20, 2016 by avista Ása Sigríður Þórisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýrrar Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ása var valin úr hópi um þrjátíu umsækjenda. Ása hefur mikla reynslu af stjórnun verkefna, kynningarmálum, samskiptastjórnun og fræðslumálum en hún hefur síðastliðin fimm ár verið verkefnastjóri fag- og kynningarmála hjá BHM. Þar áður starfaði hún hjá Höfuðborgarstofu við fjölbreytt verkefni á sviði ferðamála. Ása […]
Eflandi starf eldri borgara Posted janúar 19, 2016 by avista Mjög metnaðarfullt og heilsueflandi starf er að eiga sér stað innan Félags eldri borga í Hafnarfirði. Dansleikir eru haldnir mánaðarlega í Hraunseli yfir veturinn auk þess sem eldri borgarar fá tækifæri til að æfa dans tvisvar í viku. Vikudagskrá félagsins er fjölbreytt og nýtir fjöldi eldri borgara sér m.a. möguleika til innanhússgöngu í Kaplakrika. Alla […]
Undirritanir útboðssamninga Posted janúar 19, 2016 by avista Undirskriftir í tengslum við nýja samninga vegna útboða á þjónustuþáttum Hafnarfjarðarbæjar halda áfram. Í síðustu viku var skrifað undir samning við Hópbíla vegna skólaaksturs og ISS vegna ræstinga og heimsendingar á mat til eldri borgara. Hópur fulltrúa Hópbíla og Hafnarfjarðarbæjar við undirritun samnings um skólaakstur Útboð í ræstingu er að skila sparnaði upp á rúmar […]
65M til hafnfirskra heimila Posted janúar 18, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær niðurgreiddi íþrótta- og tómstundastarf 6-16 ára barna um 64,5 milljónir árið 2015. Ráðstöfun niðurgreiðslustyrkja frá 2012-2015 var kynnt í fræðsluráði í síðustu viku. Í heild nýttu foreldrar 3.050 barna sér frístundastyrk sveitarfélagsins árið 2015. Þar af voru rúmlega 2.500 börn sem fengu niðurgreiðslu fyrir fleira en eitt námskeið. Til þess að námskeið sé niðurgreitt […]
Aukin þjónusta fyrir fatlað fólk Posted janúar 18, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær og sjálfseignarstofnunin Sérfræðingarnir (Specialisterne á Íslandi) gerðu nýlega með sér samstarfssamkomulag til sex mánaða sem gildir frá og með næstu mánaðarmótum. Specialisterne munu á tímabilinu veita fötluðum atvinnuleitendum innan Hafnarfjarðarbæjar starfsþjálfun við hæfi auk starfsmats gagngert til að auka líkur þeirra og farsæld á almennum vinnumarkaði. Hér er um hreina viðbót að ræða við […]
Álagning fasteignagjalda Posted janúar 18, 2016 by avista Nú er hægt að nálgast álagningarseðla fasteignagjalda á Mínum síðum og á þjónustuveitunni www.island.is. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að hafa samband við Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar. Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2016 eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 15.janúar 2016 en eftir það 1. hvers mánaðar frá mars til […]