Nýr hafnfirskur fréttavefur

Fréttir

Nýr hafnfirskur fréttavefur www.fjardarfrettir.is er kominn í loftið.

Nýja vefnum er ætlað að vera lifandi fréttavefur um Hafnarfjörð, mannlífið, atvinnulífið og umhverfið – fyrir Hafnfirðinga og alla áhugasama.

Síðastliðinn föstudag fór í loftið nýr hafnfirskur fréttavefur:  www.fjardarfrettir.is. Vefurinn byggir á góðum grunni Fjarðarpóstsins sem gefinn hefur verið út síðustu fimmtán árin og Fjarðarfrétta
sem fyrst var gefið út árið 1969 af sömu aðilum og síðar stofnuðu Fjarðarpóstinn.

Nýja vefnum er ætlað að vera lifandi fréttavefur um
Hafnarfjörð, mannlífið, atvinnulífið og umhverfið – fyrir Hafnfirðinga og alla
áhugasama. Lengi hefur verið þörf á lifandi fréttavefmiðli í Hafnarfirði og
hann bætist nú við í fréttaflóruna og verður starfræktur við hlið
Fjarðarpóstsins. Útgefandi er Hönnunarhúsið ehf.  sem er í eigu Guðna Gíslasonar en Hönnunarhúsið hefur séð um útgáfu Fjarðarpóstins og komið að útgáfumálum um
langt skeið.

Fjarðarfréttir er líka á Facebook, Twitter og Instagram

Ábendingagátt