Category: Fréttir

Skuggakosningar í Hafnarfirði

Afhending styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands fór fram við hátíðlega athöfn í Iðnó þann 19. júní. Tæplega 100 milljónir króna voru til úthlutunar og voru styrkir veittir til verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina. Verkefni Ungmennaráðs Hafnarfjarðar „Skuggakosningar í Hafnarfirði“ var eitt þeirra verkefna […]

Hvar átt þú að kjósa?

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016  hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Kosið verður í Lækjarskóla, Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfirði og Víðistaðaskóla, Hrauntungu 7, 220 Hafnarfirði. Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa persónuskilríki.  Smelltu hér til að sjá upplýsingar um kjördeildir Upplýsingar um kosningarnar er […]

Brú til nýrra tíma

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur fengið nýtt nafn og nýja ásýnd. Sjóðurinn heitir nú Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og fylgir nýju nafni bæði nýtt útlit fyrir sjóðinn og heimasíða. Ákveðið var í kjölfar stefnumótunarvinnu stjórnar og starfsmanna sjóðsins að finna nýtt og þjálla heiti fyrir sjóðinn, nýja ásýnd og að uppfæra heimasíðu sjóðsins. Brú er lýsandi […]

Bæjarstjórnarfundur 22. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 22. júní nk. og hefst fundurinn kl. 13:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins.   Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 13:00.   

Ratleikur Hafnarfjarðar

Ratleikur Hafnarfjarðar er farinn af stað í 19. sinn. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu upplandi Hafnarfjarðar. Leikurinn teygir sig líka inn í nágrannasveitarfélagið Garðabæ enda sameiginleg saga sveitarfélaganna löng. 27 ratleiksmerki í upplandi og innanbæjar Leikurinn, sem stendur til 25. september, gengur út á að leita að 27 […]

17. júní í miðbæ Hafnarfjarðar

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði – þjóðhátíðardagurinn Dagskrá á þjóðhátíðardegi Kl. 8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling. Skátafélagið Hraunbúar flaggar fánum víðsvegar um bæinn. Kl. 11:00 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg. Annríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Kl. 13:00 Skrúðganga frá Hamrinum að Thorsplani. Gengið niður Hringbraut í […]

650 ungmenni hreinsa bæinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar tók til starfa í byrjun júní og eru um 650 hafnfirsk ungmenni á aldrinum 14-16 ára nú við störf víða um bæinn.  Dagleg verkefni hjá hópunum er mismunandi og breytileg. Áhersla þessa dagana er lögð á miðbæinn með það fyrir augum að hafa hann snyrtilegan og fínan fyrir sjálfan þjóðhátíðardaginn.  Búið er að […]

Litla Álfabúðin í Oddrúnarbæ

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Tinnu Bessadóttur, frumkvöðul og athafnakonu með meiru, um rekstur í húseign Hafnarfjarðarbæjar í Hellisgerði.  Hún á og rekur Litlu Álfabúðina og er reksturinn til þess fallinn að styrkja ímynd Hafnarfjarðarbæjar sem álfabæjar.     Lítil verslun verður í húsnæðinu með áherslu á íslenska hönnun, íslenska og hafnfirska minjagripi. Einnig verður […]

Skipulagsbreytingar – S33

Svæði S33 í Skarðshlíðarhverfi Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 08.06.2016 að undangengnu samþykki skipulags- og byggingarráðs þann 31.05.2016,  að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 hvað varðar svæði 33 í Skarðshlíðarhverfi dags. 19.01.2016, lagfært 30.05.2016, verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því […]

Skólahátíð orðin hverfishátíð

Menningardagar sem vekja athygli út fyrir skólahverfið og setja skemmtilegan svip á samfélagið. Áslandsskóli hlaut í gær viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2016 fyrir árlega menningardaga skólans sem byggja á virkri þátttöku allra nemenda, kennara og foreldra. Menningardagarnir hafa þróast úr því að vera skólahátíð í það að vera hverfishátíð þar sem allir áhugasamir eru boðnir […]