Category: Fréttir

Tilboð í aðstöðu í Ásvallalaug

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á aðstöðu í Ásvallalaug. Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á 585,4 m2 aðstöðu á 2. hæð í Ásvallalaug þar sem skal vera rekstur líkamsræktarstöðvar og 30,6 m2 aðstöðu á 1. hæð sundlaugar þar sem skal vera veitingasala. Húsnæðið leigist til 5 ára með möguleika á framlengingu um 3 […]

Veisla við Flensborgarhöfn

Blásið verður til tveggja daga hátíðarhalda um helgina í Hafnarfirði í tilefni Sjómannadagsins. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hefur tekið sig saman og sett upp metnaðarfulla og heimilislega dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar. Sjómannadagurinn skipar stóran sess í hugum Hafnfirðinga enda saga sjómanna á svæðinu bæði innihaldsrík og djúpstæð.   Hafnfirðingar hafa haldið […]

Gúttó – vagga menningarlífs

Í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem ljósi er varpað á sögu Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og því mikla félags- og menningarstarfi sem fram hefur farið í húsinu í gegnum tíðina. Góðtemplarastúkan Daníelsher er elsta starfandi félag í Hafnarfirði og […]

Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjár

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Kaldársel,  Kaldárbotna og Gjárnar Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 25. maí 2016 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar í auglýsingu. Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefni þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, […]

Til hamingju með daginn!

Hafnarfjarðarbær fagnar 108 ára kaupstaðarafmæli í dag en bærinn fékk kaupstaðarréttindi þann 1. júní 1908.  Hafnarfjarðarbær varð fimmta bæjarfélagið á Íslandi sem fékk kaupstaðaréttindi. Lengi vel hafði Hafnarfjörður þá sérstöðu að aðalatvinnuvegur þar var ekki landbúnaður, eins og víða var,  heldur sjávarútvegur.  Mikill vilji var fyrir því að gera Hafnarfjörð að sérstöku sveitarfélagi strax árið 1876 vegna […]

Wakacyjne Wspólne Czytanie

W miesiącach czerwiec-lipiec-sierpień spotkania odbywać się będą nie raz w miesiącu, a raz w tygodniu! 🙂 A na pierwsze z nich zapraszamy już w poniedziałek 6 czerwca o godzinie 17.00. Szczególnie gorąco zapraszamy maluchy które lubią świnki i historyjki z morałem 😉 Do zobaczenia!

Heimsókn frá Cuxhaven

Dagana 26. maí til 2. júní er í heimsókn hjá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hljómsveitin Amandus frá Cuxhaven. Í hljómsveitinni eru 28 hljóðfæraleikarar á aldrinum 13 – 18 ára sem leika á fiðlur, selló, trompetta, básúnur, saxófóna og gítar.  Miðvikudaginn 1. júní, á sjálfan afmælisdag Hafnarfjarðarbæjar, heldur hljómsveitin tónleika í Hásölum Strandgötu kl. 18.00.  Á tónleikunum leikur […]

Vinabæjamót í undirbúningi

Þjóðfánum Íslands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar var flaggað við Ráðhús Hafnarfjarðar í morgun en fulltrúar vinabæja Hafnarfjarðar eru staddir í Hafnarfirði þessa dagana vegna undirbúningsfundar vegna vinabæjarmóts 2017. Vinabæjarmót eru að jafnaði haldin annað hvert ár og nú er komið að Hafnarfirði að vera gestgjafi en mótið var síðast haldið í Hafnarfirði árið […]

Nýr sproti í starfi tónlistarskóla

Á vordögum hóf ný hljómsveit göngu sína við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar; Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undir stjórn Ármanns Helgasonar og með aðstoð þeirra Laufeyjar Pétursdóttur og Hlínar Erlendsdóttur. Miklar vonir er bundnar við þennan nýja sprota í starfi tónlistarskólans. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólans lék í fyrsta sinn saman á vortónleikum miðdeildar miðvikudaginn 25. maí. Hljómsveitina skipa 35 nemendur sem […]

Frábær árangur Hrafnhildar

Hafnarfjarðarbær, ÍBH og Sundfélag Hafnarfjarðar tóku á móti sunddrottningunni Hrafnhildi Lúthersdóttur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug í gær 24. maí. Hrafnhildur vann til tvennra silfurverðlauna og bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í Lundúnum um síðustu helgi og telst í dag meðal tíu bestu sundkvenna á heimsvísu. Nú taka við hjá henni stífar æfingar enda styttist […]