Category: Fréttir

Vinabæjamót í undirbúningi

Þjóðfánum Íslands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar var flaggað við Ráðhús Hafnarfjarðar í morgun en fulltrúar vinabæja Hafnarfjarðar eru staddir í Hafnarfirði þessa dagana vegna undirbúningsfundar vegna vinabæjarmóts 2017. Vinabæjarmót eru að jafnaði haldin annað hvert ár og nú er komið að Hafnarfirði að vera gestgjafi en mótið var síðast haldið í Hafnarfirði árið […]

Nýr sproti í starfi tónlistarskóla

Á vordögum hóf ný hljómsveit göngu sína við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar; Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undir stjórn Ármanns Helgasonar og með aðstoð þeirra Laufeyjar Pétursdóttur og Hlínar Erlendsdóttur. Miklar vonir er bundnar við þennan nýja sprota í starfi tónlistarskólans. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólans lék í fyrsta sinn saman á vortónleikum miðdeildar miðvikudaginn 25. maí. Hljómsveitina skipa 35 nemendur sem […]

Frábær árangur Hrafnhildar

Hafnarfjarðarbær, ÍBH og Sundfélag Hafnarfjarðar tóku á móti sunddrottningunni Hrafnhildi Lúthersdóttur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug í gær 24. maí. Hrafnhildur vann til tvennra silfurverðlauna og bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í Lundúnum um síðustu helgi og telst í dag meðal tíu bestu sundkvenna á heimsvísu. Nú taka við hjá henni stífar æfingar enda styttist […]

Mansali veitt sérstök athygli

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 25. maí að Hafnarfjarðarbær skuli veita hættunni á mansali sérstaka athygli. Í tillögunni segir að farið verði yfir alla ferla hjá bænum með það að markmiði að vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart mansali. Allir innkaupaferlar og útboðsskilmálar verða yfirfarnir með tilliti til þessa. Þá mun […]

Hreyfivika

Vikuna 23.-29. maí stendur Ungmennafélag Íslands fyrir hreyfiviku á Íslandi. Hafnarfjörður tekur þátt í sundkeppni sveitarfélaganna sem fer fram alla vikuna í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöllinni. Þátttakendur skrá hversu marga metra er synt á hverjum degi á eyðublað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlauganna og skrá þannig sínar ferðir og taka þátt fyrir hönd Hafnarfjarðar. […]

Bæjarstjórnarfundur 25. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 25. maí nk. og hefst fundurinn kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 14:00. 

Ingibjörg heiðruð

Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og formaður Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, var heiðruð af menntamálaráðherra í tilefni af 20 ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar á Íslandi. Í tilefni afmælisins var málþing Íslenskrar málnefndar haldið fimmtudaginn 12. maí í Norræna húsinu þar sem mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði upp á stuðnings ráðuneytis síns við […]

Garðaúrgangur sóttur heim

Starfsmenn bæjarins verða á ferð um bæinn dagana 16. – 22. maí. Þannig verður garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ sóttur heim 16. maí, í Setbergi Kinnum og Hvömmum 18. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti 22. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru beðnir um að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk í lok […]

Opið fyrir umsóknir 14 – 16 ára

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2000 – 2002. Vinna í vinnuskóla hefst 13. júní og stendur yfir til 21. júlí þar sem unnið er til skiptist fyrir og eftir hádegi alla daga vikunnar nema föstudaga en þá er frí.  Vinnustundir á viku eru tólf.  Í sumar býðst ungmennum á […]

Skúrað | Skrúbbað | Bónað

Hátt í sjötíu starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu upp hanska, tóku sér kúst og poka í hönd og vörðu góðum tíma við hreinsunarstörf í miðbæ Hafnarfjarðar, við Reykjavíkurveg, Strandstíg og tónlistarskóla í vikunni. Stór hópur var einnig við hreinsunarstörf á Völlum á svæði við og kringum Norðurhellu. Þetta framtak er liður í hreinsunarátaki Hafnarfjarðarbæjar dagana 2. – […]