Opið fyrir umsóknir 14 – 16 ára

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2000 – 2002. Vinna í vinnuskóla hefst 13. júní og stendur yfir til 21. júlí. Vinnustundir á viku eru tólf.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2000 – 2002. Vinna í vinnuskóla hefst 13. júní og stendur yfir til 21. júlí þar sem unnið er til skiptist fyrir og eftir hádegi alla daga vikunnar nema föstudaga en þá er frí.  Vinnustundir á viku eru tólf. 

Í sumar býðst ungmennum á aldrinum 14-16 ára vinna í Vinnuskóla Hafnarfjarðar.  Störfin eru fjölbreytt og eiga þau öll það sammerkt að snúa að umhverfismálum og þar með hreinsun og fegrun á bænum okkar þegar hann er í hvað mestum blóma. Vinnustundir á viku eru tólf og er unnið til skiptist fyrir og eftir hádegi viku í senn, annars vegar frá kl. 9-12 og hins vegar 13-16.

Laun og umsóknarferli

Laun 14-16 ára ungmenna  í Vinnuskóla Hafnarfjarðar voru hækkuð nýverið um sem nemur 15%.  Sextán  ára ungmenni eru með 625,49 kr. á tímann og orlof þar ofan á. Þegar allt er talið geta unglingar á þessum aldri unnið sér inn tæplega 50.000.- kr. yfir sumarið miðað við fulla mætingu.  Mjög brýnt er að 16 ára ungmenni láti vita hvort þau ætli að nýta skattkortið sitt svo ekki verði tekinn af þeim skattur. Fimmtán ára ungmenni verða með 470,46.- kr. á tímann og orlof þar ofan á. Miðað við fulla mætingu geta þau unnið sér inn rúmlega 37.000.- kr. Fjórtán  ára ungmenni verða með 416,38.- kr. á tímann og orlof þar ofan á. Miðað við fulla mætingu verða heildarlaun hjá þeim um 33.000.- kr.  Orlof (10,17%) er borgað út hjá öllum aldurshópum. Laun verða greidd 6. júlí fyrir júní og 5. ágúst fyrir júlí.  Boðað er til vinnu rétt fyrir eða helgina áður en vinna hefst.

Búið er að opna fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til 13. maí.

Upplýsinga og aðstoð í síma: 565-1899 | netfang: vinnuskoli@hafnarfjordur.is.

Áhersla á umhverfismál og tómstundir

Vinnuskóli Hafnarfjarðar sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn eftir snjóþungan vetur og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta ásýnd bæjarins, að hans sé þrifalegur og snyrtilegur á að líta, fyrir íbúa og ferðamenn sem sækja bæinn heim í auknum mæli. Rúmlega áttahundruð ungmenni störfuðu hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2015 eða um 70% hafnfirskra ungmenna á aldrinum 14-16 ára.

Nánari upplýsingar um Vinnuskóla Hafnarfjarðar er að finna hér

 

Ábendingagátt