Category: Fréttir

Samantekt hreinsunarátak 2014

Hreinsun íbúðar-, iðnaðar- og nýbyggingarsvæða fór fram á tímabilinu 22.september-24 nóvember 2014 og skilað hreinsunarátakið rúmum 150 tonnum af úrgangi. Þess má einnig gert að í hreinsunarátaki 2012 þá voru fjarlægð tæp 115 tonn sem skiptist jafnt á milli járns og timburs sem nýtanlegt var til endurvinnslu. Árið 2013 voru fjarlægð rúmlega 65 tonn sem […]

Bæjarstjórnarfundur 7.janúar

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 7. janúar 14.00 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum.

Gæðastjórnun, móttaka uppdrátta, skráning byggingarstjóra og meistara

Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 eiga allir hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar að vera komnir með gæðastjórnunarkerfi skráð hjá Mannvirkjastofnun frá og með ársbyrjun 2015 – www.mannvirkjastofnun.is Óheimilt er að taka við uppdráttum frá hönnuðum sem ekki eru með skráð gæðastjórnunarkerfi hjá Mannvirkjastofnun, og þeir verða ekki teknir til afgreiðslu. Þó má taka við leiðréttum […]

Þrettándagleði sunnudaginn 11.janúar

Jólin verða kvödd með dansi og söng á glæsilegri þrettándagleði á Ásvöllum sunnudaginn 11.janúar. Skemmtidagskrá hefst á Ásvöllum kl. 17.00. Kaffi, heitt kakó, blys og kyndlar til sölu á staðnum á vægu verði. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðinni lýkur með veglegri flugeldasýningu.

Dagana 7.- 9. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum

Dagana 7.- 9.janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. Þeir bæjarbúar sem vilja nota sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk. Íbúar eru jafnframt hvattir til að hirða upp skotelda eftir sig og fara með á endurvinnslustöðvar.

Breytingar á akstursþjónustu

Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, utan Kópavogs, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Á grundvelli þess var Strætó falið að reka þjónustuna frá og með áramótunum, en Strætó hefur rekið hana í Reykjavík frá árinu 2001. Aukið öryggi og sveigjanleiki Markmið Strætó er að tryggja notendum akstursþjónustunnar bæði sveigjanlegri og […]

Vara-litir

Sunnudaginn 4. janúar kl. 15 mun Ragnar Þórisson ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vara-litir en þetta er jafnframt síðasti dagur sýningarinnar. Ragnar Þórisson hefur helgað sig málverkinu alfarið í listsköpun sinni. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur þróað aðferðir og myndefni sitt jafnt og þétt síðan. Nálgun Ragnars við […]