Category: Fréttir

Í bæjarfréttum er þetta helst

Sumarið er handan við hornið  Biðin eftir sumrinu, aðeins meiri hlýju og birtu styttist. Daginn er tekið að lengja og hver dagur nú í mars hefur fært okkur nær sumri í ansi mörgu tilliti. Íbúar eru farnir að draga fram hjólin og mikið líf farið að færast yfir bæinn í heild sinni. Á góðum dögum […]

Hvatningarverðlaunin 2016

Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar voru afhent síðastliðinn þriðjudag. Athöfnin fór fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði fyrir fullu húsi. Frestur til að senda inn tilnefningar rann út mánudaginn 14. mars og bárust í heild 12 tilnefningar varðandi 11 einstaklinga, sem þótt hafa skarað framúr í vinnu sinni í þágu barna og ungmenna í Hafnarfirði.  Val til verðlauna […]

Flóttafjölskyldurnar okkar

Hópur af sýrlensku flóttafólki lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis dag eftir langt ferðalag. Flóttafjölskyldurnar eru fjórar og setjast þrjár þeirra að í Hafnarfirði og ein í Kópavogi. Það var þakklátur og þreyttur hópur sem mætti til stuttrar móttöku í Hafnarborg í Hafnarfirði áður en haldið var á ný heimili í nýju landi. Í hópnum sem kom […]

Sumarstörf í boði

Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda  á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og eru laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Lágmarksaldur umsækjenda í eftirfarandi störf er […]

SSH 40 ára í dag

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, eru 40 ára í dag. Samtökin voru stofnuð í Hlégarði, Mosfellshreppi, 4. apríl 1976. Stofnaðilar voru sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellshreppur, Bessastaðahreppur og Kjalarneshreppur. Megintilgangur með stofnun SSH var að skapa vettvang fyrir samstarf um skipulag á höfuðborgarsvæðinu og strax á stofnfundi var rætt um stofnun þróunarstofu, (sem varð […]

Áfram Hafnarfjörður!

Í kvöld keppa Hafnarfjörður og Reykjavík í  Útsvari. Við sendum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Kristbirni Gunnarssyni og Karli Guðmundssyni okkar bestu strauma með von um áframhaldandi sigurgöngu. Liðið mætti Akureyri í janúar þar sem það fór með sigur úr býtum. Allir áhugasamir geta mætt í sjónvarpssal til að horfa á spurningakeppnina í beinni útsendingu og hvatt hópinn […]

Deiliskipulagsbreyting – tillögur

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Einivalla 1-3, Vellir 3. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 8.mars.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar að Einivöllum 1-3 í samræmi við 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að íbúðum er fjölgað um tvær, nýtingarhlutfall lóðar verður allt að 0,6 án kjallara, byggingarreitir […]

Blár dagur í Hafnarfirði

BLÁR APRÍL – lífið er blátt á mismunandi hátt! Snillingar á öllum aldri í Setbergsskóla klæddust bláu í dag til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu auk þess að vinna með staðreyndir um einhverfu sem settar hafa verið fram. Nemendur og kennarar í grunnskólum og leikskólum Hafnarfjarðar fögnuðu fjölbreytileikanum með því að mæta í bláu í […]

Stefán Gunnlaugsson

Stefán Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði og alþing­ismaður, andaðist á Hrafn­istu í Hafnar­f­irði miðviku­dag­inn 23. mars, níræður að aldri.  Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Stefán var bæjarstjóri í Hafnarfirði 1954-1962, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar 1950- 1954 og bæjarfulltrúi 1970- 1974. Þá var hann landskjörinn alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn 1971-1974. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir fjölskyldu […]

Lokuð vegna sundmóts

Ásvallalaug verður lokuð laugardaginn 2. apríl og sunnudaginn 3. apríl til kl. 14 vegna Actavismóts í sundi.  Sundlaugin verður opin fyrir almenning frá kl. 14 – 17 á sunnudeginum en alveg lokuð á laugardeginum. Actavismótið er opið sundmót fyrir öll félög og sundmenn þar sem keppt er í aldursflokkum og opnum flokkum.  Við hvetjum íbúa […]