Category: Fréttir

Hjól og umferðaröryggi

Nú er daginn tekinn að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. […]

Viltu rækta þitt eigið grænmeti?

Hafnarfjarðarbær  býður bæjarbúum til útleigu garðlönd í Vatnshlíð við Kaldárselsveg. Um er að ræða 125 garða, stærð garðanna er um 40 fermetrar.  Leigjendur garða 2015 hafa forgang á leigu sömu garða og í fyrra, ef greitt er fyrir 1. maí.  Leigugjaldið 2016 fyrir hvern garð er 4.207 krónur. Hafnarfjarðarbær sér um ýmsa verkþætti  varðandi garðlöndin: Yfirfara […]

Ábendingar frá íbúum

Betur sjá augu en auga og á það við um umhverfi okkar rétt eins og allt annað. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar eru á ferðinni um bæinn þessa dagana við hreinsun og  lagfæringu á því sem er að koma laskað undan vetri og nauðsynlegt er að laga.  Eitt af brýnum verkefnum er lagfæring á holum og götuskemmdum þannig […]

22 ára afmæli Vesturkots

Í dag fagnar leikskólinn Vesturkot 22ja ára afmæli skólans og er nú á afmælisdaginn að fá Grænfánann afhentan í annað sinn.  Innan leikskólans hefur mikil áhersla verið lögð á pappírssparnað, orkusparnað, flokkun á  rusli og umhverfiskennslu með börnum.  Aukin áhersla á umhverfismennt, matarsóun og lýðheilsu Undanfarna mánuði hefur leikskólinn bætt enn frekar í umhverfismenntina með því […]

Fanney ráðin fræðslustjóri

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri fræðslu og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Starf fræðslustjóra var auglýst laust til umsóknar í febrúar og var Fanney valin úr hópi fjórtán umsækjenda. Fanney hefur gegnt stöðu skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði frá árinu 2007 en hún hefur starfað við skólann frá árinu 1996. Viðamikil stjórnunarreynsla og þekking á íslensku skólasamfélagi […]

Sópun gatna og göngustíga

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um hreinsun og þvott á götum, bílastæðum við götur og skóla, og á gönguleiðum.  Vorhreinsun 2016 er hafin og fer hún fram í öllum hverfum. Miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar hefur þegar verið sópað einu sinni og verður sópað aftur fyrir Sumardaginn fyrsta.  Þvottur og sópun á húsagötum, aðalgötum og göngustígum er hafin og mun […]

Ársreikningur 2015 til umræðu

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2015 verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Hækkun launa vegna starfsmats og nýrra kjarasamninga ásamt lífeyrisskuldbindingum vega þungt og skýra að mestu frávik frá fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2015. Fyrsti ársfjórðungur 2016 sýnir að úttekt og rekstrarrýni síðla árs 2015 mun skila jákvæðum rekstrarniðurstöðum á yfirstandandi rekstrarári. […]

Vertu með á umhverfisvaktinni

Umhverfisvaktin snýr aftur. Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins og er markmiðið sem fyrr að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun.  Félögum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að vakta umhverfið, þ.e. taka að sér að sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði, gegn fjárstyrk til starfseminnar. Aðeins tólf hópar komast að […]

Til hamingju Haukar!

Afmæliskveðja frá Hafnarfjarðarbæ Það er hverju samfélagi dýrmætt og mikilvægt að hafa innan sinna raða öflug íþróttafélög og einstaklinga sem með sjálfboðastarfi sínu hafa byggt og byggja enn upp faglegt og flott starf gagngert til að virkja einstaklinga á öllum aldri til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægi íþrótta og áhrif þeirra á samfélagið eru margvísleg. Íþróttir […]

Bæjarstjórnarfundur 13.apríl

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13.apríl nk. og hefst fundurinn kl. 16:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins.  Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 16:00.