Sópun gatna og göngustíga

Fréttir

Vorhreinsun 2016 er hafin og fer hún fram í öllum hverfum. Miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar hefur þegar verið sópað einu sinni og verður sópað aftur fyrir Sumardaginn fyrsta.  Þvottur og sópun á húsagötum, aðalgötum og göngustígum er hafin og mun ein umferð vera farin í öllum hverfum.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um hreinsun og þvott á götum, bílastæðum við götur og skóla, og á gönguleiðum.  Vorhreinsun 2016 er hafin og fer hún fram í öllum hverfum. Miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar hefur þegar verið sópað einu sinni og verður sópað aftur fyrir Sumardaginn fyrsta.  Þvottur og sópun á húsagötum, aðalgötum og göngustígum er hafin og mun ein umferð vera farin í öllum hverfum.  

Hverfaskipting sópunar

Starfað er eftir ákveðinni verkáætlun sem felur í sér sópun á öllum hverfum á tímabilinu 12. – 2. maí. Sjá má áætlun á mynd hér fyrir neðan og geta íbúar miðað sópun á plönum sínum og í nærumhverfi við þessa áætlun.  Verkáætlun er sett fram með fyrirvara um breytingar sem einna helst geta orðið vegna veðurs (frost) og seinkun hjá verktaka sem sér um sópunina. Stéttasóparabíll (lítill) fylgir götusóp (stórum) í hverfum. Stéttasóparabíll sér um að fara í öll útskot á götum þar sem götusóparabíll nær ekki auk þess að sjá um sópun á göngustígum. Þannig reynir stéttasópari að fylgja sama plani og götusópari en getur verið lengur að vinna. Hvert hverfi er skiltað deginum áður þar sem tilkynnt er um sópun degi síðar. 

VerkaetlunVor2016

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar  eða hringt í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 | netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is . Umhverfis og skipulagsþjónusta 
að Norðurhellu hefur umsjón með hreinsun gatna og göngustíga.

Ábendingagátt