22 ára afmæli Vesturkots

Fréttir

Í dag fagnar leikskólinn Vesturkoti 22ja ára afmæli skólans og er nú á afmælisdaginn að fá Grænfánann afhentan í annað sinn.  Innan leikskólans hefur mikil áhersla verið lögð á pappírssparnað, orkusparnað, flokkun á  rusli og umhverfiskennslu með börnum. 

Í dag fagnar leikskólinn Vesturkot 22ja ára afmæli skólans og er nú á afmælisdaginn að fá Grænfánann afhentan í annað sinn.  Innan leikskólans hefur mikil áhersla verið lögð á pappírssparnað, orkusparnað, flokkun á  rusli og
umhverfiskennslu með börnum. 

Aukin áhersla á umhverfismennt, matarsóun og lýðheilsu

Undanfarna mánuði hefur leikskólinn bætt enn frekar í
umhverfismenntina með því að minnka matarsóun og minnka rusl sem til fellur
innan leikskólans. Samhliða hafa starfsmenn verið að vinna með lýðheilsu þar sem sem áhersla er lögð á hollt mataræði,
hreyfingu og vináttu meðal barnanna. Í tilefni þess er verið að endurskipuleggja
íþróttastundir í sal, auka útivist og vettvangsferðir með börnum á öllum aldri. Leikskólinn Vesturkot er stoltur þátttakandi í verkefni Barnaheilla – Vinátta – sem unnið er með í tveimur elstu árgöngum leikskólans. Verkefnið byggir á faglegu og frábæru kennsluefni sem fær nemendur til að hugsa vel um sig, vini sína, læra að bera
virðingu fyrir margbreytileika okkar og læra hugrekki til að hjálpa vinum sínum. 

Lestur er lífsins leikur

Mikil þróun hefur verið í faglegu
starfi skólans undanfarin ár og ýmislegt verið endurskoðað, þróað og bætt í starfinu. Í leikskólanum hefur læsisstefna verið unnin í samvinnu við
læsisátak Hafnarfjarðar – Lestur er lífsins
leikur
. Læsisstefnan flettast inn í allt daglegt starf  þar sem leikur er aðalkennslutækið. Jafnframt hefur nýjum námsgögnum verið bætt inn í starfið sem eflir enn
frekar þennan þátt í starfinu. Haustið
2014 var hádegisstund bætt við í dagsskipulagið með elsta árgangi leikskólans. Þar er markvisst unnið með læsi,
stærðfræði, hljóðkerfisvitund, stafainnlögn og myndmennt á ýmsa vegu. Hefur
þetta gefist vel og eru börnin að fá aukna þjálfun og betri undirstöðu í þessum
þáttum áður en þau fara yfir á næsta skólastig.

3 ára verkefni um mat á líðan barna

Leikskólinn er rétt farinn af
stað í spennandi  3ja ára verkefni um
mat á líðan barna. Þetta verkefni er unnið  í samvinnu við Rannung á vegum Háskóla Íslands og nokkra aðra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að skoða hvaða
aðferðir hægt er að nýta til að leggja mat á líðan barna og hvernig auka megi vellíðan barna í leikskóla. Mikil tilhlökkun ríkir innan veggja skólans í garð þessa þarfa
verkefnis og þróunarverkefna almennt, enda talið mikilvægt fyrir leikskólann að þróa sig áfram í
ýmsum verkefnum til að skapa ánægjulegt og faglegt starf innan skólans.

Til hamingju leikskólinn Vesturkot – starfsmenn og nemendur –  með afmælið ykkar og með nýja Grænfánann. Við erum stolt af flottum hópi starfsmanna sem leggur sig af fagmennsku fram við að skapa skólastarf þar sem vellíðan barna,
foreldra og starfsmanna er höfð í fyrirrúmi.

Ábendingagátt