Viltu rækta þitt eigið grænmeti?

Fréttir

Er ekki grænupplagt að rækta eigið grænmeti í sumar? Úthlutun og greiðsla fyrir garðlönd fer fram í þjónustuveri Hafnarfjarðar. 

Hafnarfjarðarbær  býður bæjarbúum til útleigu garðlönd í
Vatnshlíð við Kaldárselsveg. Um er að ræða 125 garða, stærð garðanna
er um 40 fermetrar.  Leigjendur garða 2015 hafa forgang á leigu sömu garða og í fyrra, ef greitt er fyrir 1. maí.  Leigugjaldið 2016 fyrir hvern garð er 4.207 krónur.

Hafnarfjarðarbær sér um ýmsa verkþætti  varðandi garðlöndin:

  • Yfirfara merkingar
  • Plæging/tæting á garðlöndum
  • Hreinsa upp stórgrýti og fjarlægja úr görðunum
  • Fylla reglulega á vatnskör sem staðsett eru  við garðanna 
  • Á tveggja til þriggja ára fresti er dreift hrossatað í garðanna samhliða plægingu

Garðlöndin eru plægð á tímabilinu 5. – 15. maí ár hvert fer eftir veðurfari hverju sinni.

Úthlutun garðlanda og greiðsla fyrir garða fer fram í Þjónustuveri Hafnarfjarðar á jarðhæð að Strandgötu 6.  Leigutakar skulu passa vel upp á það að þeir séu í réttum garði miðað við númeraúthlutun samkvæmt teikningu.

Er ekki grænupplagt að rækta eigið grænmeti í sumar? 🙂

Ábendingagátt