Frábær árangur Hrafnhildar

Fréttir

Efnt var til móttöku í Ásvallalaug þegar Hrafnhildur Lúthersdóttir kom heim frá EM í sundi.

Hafnarfjarðarbær, ÍBH og Sundfélag Hafnarfjarðar tóku á móti sunddrottningunni Hrafnhildi Lúthersdóttur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug í gær 24. maí. Hrafnhildur vann til tvennra silfurverðlauna og bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í Lundúnum um síðustu helgi og telst í dag meðal tíu bestu sundkvenna á heimsvísu. Nú taka við hjá henni stífar æfingar enda styttist í Ólympíuleikana í Ríó í ágúst.

Sem viðurkenningu fyrir þennan frábæra árangur og til að styðja við Hrafnhildi í undirbúningi hennar fyrir Ólympíuleikanna hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að veita Hrafnhildi afreksmannastyrk að upphæð 750.000 kr.

Á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar er hægt að skoða myndir frá móttökuathöfninni.

Ábendingagátt