Tilboð í aðstöðu í Ásvallalaug

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á 2. hæð í Ásvallalaug þar sem skal vera rekstur líkamsræktarstöðvar og aðstöðu á 1. hæð sundlaugar þar sem skal vera veitingasala.

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á aðstöðu í Ásvallalaug.

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á 585,4 m2 aðstöðu á 2. hæð í Ásvallalaug þar sem skal vera rekstur líkamsræktarstöðvar og 30,6 m2 aðstöðu á 1. hæð sundlaugar þar sem skal vera veitingasala. Húsnæðið leigist til 5 ára með möguleika á framlengingu um 3 ár. Húsnæðið leigist tilbúið til notkunar, án alls lauss búnaðar, í því ástandi sem það er í og skal skila því í ekki verra ástandi að leigutíma loknum.

Útboðsgögn fást í þjónustuveri Hafnarfjarðar. Skoðun á aðstöðunni fer fram þann 10. júní kl. 11 (líkamsrækt) og kl. 12 (veitingasala).

Tilboðum í líkamsræktaraðstöðu skal skila í þjónustuver fyrir kl. 11:00 þann 21. júní. Tilboðum í aðstöðu fyrir veitingasölu skal skilað á sama stað fyrir kl. 11:00 þann 28. júní 2016.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ragnar Ólafsson: raggi@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt