Litla Álfabúðin í Oddrúnarbæ

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning um rekstur í húseign Hafnarfjarðarbæjar í Hellisgerði fyrir fyrirtækið Litlu Álfabúðina.  Reksturinn er til þess fallinn að styrkja ímynd Hafnarfjarðarbæjar sem álfabæjar.    

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Tinnu Bessadóttur, frumkvöðul og athafnakonu með meiru, um rekstur í húseign Hafnarfjarðarbæjar í Hellisgerði.  Hún á og rekur Litlu Álfabúðina og er reksturinn til þess fallinn að styrkja ímynd Hafnarfjarðarbæjar sem álfabæjar.    

Lítil verslun verður í húsnæðinu með áherslu á íslenska hönnun, íslenska og hafnfirska minjagripi. Einnig verður hægt að kaupa veitingar og fá lánuð teppi og körfur til að njóta alls þess sem Hellisgerði hefur upp á að bjóða.  Þjónustan beinist að erlendum og innlendum gestum en ekki síst að hafnfirskum fjölskyldum og vinum sem þekkja alla þá möguleika og dýrð sem Hellisgerði hefur upp á bjóða.  Hellisgerði er skrúðgarður og útivistarsvæði miðbæjarins og kemur til með að þjóna því hlutverki áfram með þessari skemmtilegu viðbót.   

Allar nánari upplýsingar um Litlu Álfabúðina og þá viðburði sem í boði verða þar í sumar er að finna á meðfylgjandi Facebook-síðum:

Ábendingagátt