Category: Fréttir

Tillögur að haustsýningu

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2017. Sýningin Tilraun – leir og fleira sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til […]

Snyrtileikinn verðlaunaður

Fjöldi ábendinga frá bæjarbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði barst þegar óskað var eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð lóða, garða og gatna í sveitarfélaginu. Fyrirtækin Héðinn, Krónan og Te og kaffi þykja góðar fyrirmyndir fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Stjörnugatan er Gauksás 39-65 þar sem íbúar hafa í samstarfi sínu skapað […]

Námsaðstaða fyrir háskólanema

Opið er fyrir lyklaúthlutun að fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar þessa dagana.  Aðeins fáir lyklar eru eftir til úthlutunar fyrir áhugasama háskólanema sem kjósa að læra í sínum heimabæ.  Þeir sem óska eftir að fá lykla þurfa að mæta í afgreiðslu Bókasafns Hafnarfjarðar, vera með bókasafnsskírteini í gildi og skuldlaus við safnið. Greiða þarf tryggingargjald krónur 2.500.-(ath. […]

Mikill viðsnúningur í rekstri

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar fyrri hluta ársins var jákvæð um 483 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 134 milljónir króna. Jákvæður viðsnúningur hefur átt sér stað í rekstri milli ára en árshlutareikningur síðasta árs hljóðaði upp á halla um 389 milljónir króna. Greining á heildarrekstri og fjármálum sveitarfélagsins og þær aðgerðir sem gripið […]

Lokanir hitaveitu í Hafnarfirði

Miðvikudaginn 24. ágúst fer fram viðgerð á stofnæð hitaveitu Veitna við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Af þeim sökum verður heitavatnslaust frá klukkan 9:00 í fyrramálið og fram eftir degi í iðnaðarhverfi austan Fjarðarhrauns, einnig þeim hluta er tilheyrir Garðabæ. Skertur þrýstingur gæti verið á hitaveitu í Hraunum og í Norður- og Vesturbæ.  Í hverfum sunnan lækjar; […]

Vilt þú vera með í Útsvari?

Spurningaþátturinn Útsvar verður á dagskrá RÚV tíunda veturinn í röð og stendur nú leit yfir að skemmtilegu og fluggáfuðu fólki, af hafnfirskum uppruna og með búsetu í Hafnarfirði, sem reiðubúið er að taka þátt fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.  Sveitarfélögin sem taka þátt eru 24 talsins og hefur Hafnarfjarðarbær síðustu tvö árin komist áfram í 8 liða úrslit […]

Nýjar sýningar í Hafnarborg

Föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar 2016, sýningin Tilraun – leir og fleira, í aðalsal safnsins og svo sýning sænska hönnuðarins Jenny Nordberg, 3 – 5 sekúndur – Hröð, handgerð framleiðsla, í Sverrissal Hafnarborgar þar sem hún mun flytja gjörning á opnuninni. Tilraun – leir og fleira Sýningin er […]

Áslandsskóli hleypur til góðs

Allt frá árinu 2007 hefur starfsfólk Áslandsskóla í Hafnarfirði tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og mun hópur frá skólanum hlaupa til góðs í ár líkt og undanfarin ár. Þrjátíu og tveir starfsmenn hafa skráð sig til leiks og munu ýmist hlaupa 10 kílómetra eða hálft maraþon til styrktar Íþróttafélaginu Firði. Sú heilsusamlega hefð hefur skapast meðal […]

Hinsegin fræðsla er hafin

Starfsmenn grunnskóla í Hafnarfirði tóku fagnandi á móti fræðslufulltrúa frá Samtökunum ´78 á upphafsdegi hinsegin fræðslu innan skólanna. Í lok síðasta árs undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Samtökin ´78 samstarfssamning um fræðslu á málefnum hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. Vonir standa til þess að fræðslan leiði til aukinnar þekkingar og vitundarvakningar meðal starfsfólks og […]

Gefðu skóladótinu framhaldslíf

Leynist á heimili þínu skólataska eða pennaveski sem dreymir um að komast til nýrra eigenda? Er talnagrindin verkefnalaus? Liggja ónotaðar möppur í hillunni eða pennaveski sem enginn er að nota. Liggja verðmæti á lausu sem hægt er að koma í góða nýtingu? Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur sett upp vettvang til gjafa og endurnýtingar á 2. hæð […]