Category: Fréttir

Menningardagar í Áslandsskóla

Hafnarfjörður bærinn minn – menningardagar í Áslandsskóla 2016 Dagana 14. -17. mars eru menningardagar í Áslandsskóla. Þá er skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt. Hafnarfjörður bærinn minn er þema menningardaga að þessu sinni. Nemendum er skipt í hópa þar sem þeir vinna að fjölbreyttum verkefnum. Hefðbundin stundaskrá gildir ekki þessa daga.  Fimmtudaginn 17. mars er […]

Bæjarstjórnarfundur 16. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 16.mars nk. og hefst fundurinn kl. 16 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins.  Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 16:00. 

Glær poki fyrir úrgang

Frá og með byrjun febrúar hefur áhersla verið lögð á að pappír, pappi, tau og klæði fari í endurvinnslufarveg í stað urðunar. Ekki er lengur leyfilegt að henda svörtum ruslapokum í pressugáminn og aðeins tekið við úrgangi í glærum pokum. Glær poki auðveldar starfsmönnum að leiðbeina viðskiptavinum við flokkun og draga þannig úr úrgangi til […]

Gler á grenndarstöðvar

Í febrúar hófst söfnun glers á 37 grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Í glergáma geta íbúar skilað hvers konar gleri sem fellur til á heimilum, s.s. sultukrukkum, glerflöskum og öðrum ílátum úr gleri án endurgjalds. Glerið má hvort sem er vera glært eða litað en þarf að vera hreint og ílát tóm.  Á næstu árum verða settir […]

Út með dekkjakurlið

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að gúmmíkurli verði skipt út á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins, samtals átta völlum. Framkvæmdin mun eiga sér stað strax í sumar og er gert ráð fyrir að frá og með hausti 2016 þá verði kurlið farið af öllum völlunum. Gervigras og gúmmíkurl á íþróttasvæðum FH og […]

Ungmennaþing 15. mars

Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar halda Ungmennaþing Hafnarfjarðar þriðjudaginn 15. mars n.k. Ungmennaþing er vettvangur ungs fólks til þess að koma saman og ræða á málefnalegan hátt um sín mál ásamt því að setja fram tillögur til úrbóta. Hverju er hægt að breyta, hvað er vel gert og hvað er hægt að gera betur? Ungmennaráð […]

Verðlaun fyrir upplestur

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hafnarborg í gær þar sem fjöldi nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu fyrir vandaðan upplestur og framsögn auk þess sem þeir þrír bestu voru verðlaunaðir sérstaklega. Húsfyllir var í Hafnarborg enda um að ræða hátíð sem er orðinn mikilvægur hluti af skóla- og foreldrasamfélagi um land allt. Hátíðin fagnar 20 […]

Styrkir úr minningarsjóði

Úthlutun styrkja úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna Þann 8. mars voru styrkir veittir úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar. Magnús Snæbjörnsson afhenti styrkina fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðsins, en Magnús skipar stjórn sjóðsins ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og Rósu Guðbjartsdóttur. Að þessu sinni hlutu þrjú […]

Hjartastuðtæki frá Kiwanis

Hjartastuðtæki að gjöf frá Kiwanishreyfingunni Hraunborg. Þjónustuíbúðir fatlaðra á Drekavöllum í Hafnarfirði fengu góða gjöf frá Kiwanis klúbbnum Hraunborg á dögunum. Hraunborg færði starfstöðinni hjartastuðtæki að gjöf en slíkt tæki eykur öryggi íbúa til muna og er sannkölluð lífgjöf.  Íbúar og starfsfólk Drekavalla þakka Kiwanis hreyfingunni kærlega fyrir sig.  

Skipulagsbreyting – Öldutún

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 12. jan. 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar. Breytingin felst í því að leikskólalóðinni verði breytt með það fyrir augum að þar megi einnig koma fyrir íbúðakjarna fyrir fatlaða. Tillagan er auglýst með […]