Hönnun hjúkrunarheimilis Posted ágúst 9, 2016 by avista Skrifað hefur verið undir samning vegna hönnunar og ráðgjafar hjúkrunarheimilisins sem mun rísa á Sólvangsreitnum í Hafnarfirði. Að undangengnu útboði var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið Úti og Inni sf. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili og eru verklok áætluð í apríl 2018. Hugmyndir bæjaryfirvalda í Hafnarfirði eru á þá leið að […]
Lokað vegna endurbóta Posted ágúst 9, 2016 by avista Þessa dagana er Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta á útiklefum, pottum, flísum, bekkjum, grindverki og veggjum og verður til og með þriðjudeginum 16. ágúst. Sundhöllin í Vesturbænum verður opin um helgina vegna þessa auk þess sem Ásvallalaug verður að sjálfsögðu opin frá kl. 8-18 á laugardag og 8-17 á sunnudag. Hlökkum til að […]
Leikskóli byggður fyrir eigið fé Posted ágúst 8, 2016 by avista Nýr leikskóli á Völlunum í Hafnarfirði var opnaður formlega í dag og bætist þar með í hóp þeirra 16 leikskóla sem starfræktir eru í bæjarfélaginu. Bjarkalundur er fjögurra deilda leikskóli og mun starfsemi tveggja deilda hefjast nú í ágúst. Uppbygging leikskólans er að öllu leyti fjármögnuð fyrir eigið fé og skólinn því einkennandi framkvæmd fyrir […]
Metfjöldi í miðstöð ferðamanna Posted ágúst 5, 2016 by avista 69.000 ferðamenn sóttu sér þjónustu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík (UMFR) í Aðalstræti í júlí og hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá stofnun árið 1987. Flestir komu þann 30. júlí eða 2.700 manns. Mest varð aukningin í janúar þegar 66% fleiri ferðamenn komu í miðstöðina en í sama mánuði á síðasta ári. Upplýsingamiðstöð […]
Regnbogaveggur í miðbænum Posted ágúst 3, 2016 by avista Minnisvarði um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegin fólks. Hafnarfjarðarbær fagnar fjölbreytileikanum og hefur málað vegg hússins við Strandgötu 4 í litum baráttufána hinsegin fólks sem minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegin fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – […]
Snyrtileikinn 2016 – tilnefningar Posted ágúst 2, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignina, fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtækið. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Nýverið […]
Kurlið fjarlægt – vinna hafin Posted júlí 28, 2016 by avista Dekkjakurl fjarlægt af fótboltavöllum Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað síðasta vor að skipta út dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins og setja nýtt gervigras sem er án allra fylliefna við þrjá skóla. Verkið var boðið út og bauð fyrirtækið Metatron, sem er með aðalstarfsstöð sína í Hafnarfirði, lægst í verkið. Í dag skrifaði Haraldur L. Haraldsson […]
Ný stöð í Ásvallalaug Posted júlí 25, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær og RFC. ehf. (Reebok Fitness) hafa samið um opnun á nýrri líkamsræktarstöð í Ásvallalaug næsta haust. Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri Reebok Fitness, skrifuðu á dögunum undir leigusamning til fimm ára. Reebok Fitness ætlar að höfða til breiðs hóps í nýrri starfsstöð sinni í Ásvallalaug og gefa viðskiptavinum færi á […]
Útboð – Skarðshlíð 1. áfangi Posted júlí 23, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lokafrágang núverandi gatna í Skarðshlíð 1. áfanga vegna breytts skipulags í hverfinu, ásamt breytingum á fráveitulögnum, neysluvatnslögnum og lögnum veitna. Útboðsgögn verða seld hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudegi 26. júlí 2016. Verð kr. 5.000,- Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn 15. […]
Samningar undirritaðir á sjó Posted júlí 22, 2016 by avista Það eru fáir staðir meira viðeigandi en höfnin þegar skrifað er undir samning við Siglingaklúbbinn Þyt. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur L. Haraldsson og Pétur Th. Pétursson, formaður siglingaklúbbsins undirrituðu tvo samstarfssamninga í höfninni í Hafnarfirði í vikunni. Annarsvegar þjónustusamning sem felur í sér styrk til að standa fyrir starfsemi fyrir börn og unglinga og hinsvegar rekstrarsamning […]