Category: Fréttir

Gefa verðlaunafé til UNICEF

Nemendur Ásheima 7. SL bekkjar Áslandsskóla unnu til verðlauna fyrir tóbakslausan bekk 2015 sem haldið er á vegum Landlæknisembættisins ár hvert.  Þau gerðu fræðslumyndband sem þau kölluðu „Þess vegna ætla ég ekki að reykja” og voru meðal tíu bekkja á landsvísu sem verðlaunuð voru fyrir sitt framtak. Fljótlega eftir að ljóst var að þau hefðu […]

Skýrsla um bættan námsárangur kynnt

Skólastofan ehf. kynnti í morgun skýrslu sína um bættan námsárangur í Hafnarfirði á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og starfsmaður Skólastofunnar, kynnti úttekt á skólastarfi bæjarins með áherslu á möguleika skólanna til að ná bættum námsárangri, sérstaklega með tilliti til læsis og stærðfræði. Í skýrslunni eru kynntar ýmsar tillögur um mögulegar […]

Hættir eftir áratuga starf

Haustið 1961 byrjuðu yfir 200 sjö til átta ára börn í Öldutúnsskóla. Haukur Helgason var ráðinn skólastjóri og með honum fjórir kennarar. Þeirra á meðal var Sigríður Þorgeirsdóttir eða Stella eins og hún er yfirleitt kölluð. Síðasti vinnudagurinn hennar var á skólaslitum miðvikudaginn 10.06. en þá tók hún við þakklætisvotti frá samstarfsmönnum. Stella hefur kennt […]

Sumarstarfið að hefjast

Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er í fullum gangi á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2015. Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði. Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið uppá leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og Tómstund fyrir 10-13 ára börn. Þá verða starfræktir Skólagarðar þar sem börn á aldrinum 7-12 ára hafa forgang að skrá sig og […]

Íþróttamál greining á samningum

„Í dag var kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og forsvarsmönnum ÍBH samantekt og greining ráðgjafafyrirtækisins R3 á fjárframlögum Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga í bænum síðastliðin tíu ár og samningum þar um. Þá er einnig gerður samanburður við fyrirkomulag í nágrannasveitarfélögunum.  Greiningin er liður í vinnu bæjarstjórnar við að kortleggja samninga við íþróttafélögin þannig að betri yfirsýn fáist yfir málaflokkinn. […]

Bæjarstjórnarfundur 10. júní

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 10. júní kl. 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Verkefnastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Magnús Bjarni Baldursson hefur verið ráðinn verkefnastjóri nýrrar Markaðsstofu Hafnarfjarðar til sex mánaða.  Magnús Bjarni var ráðinn úr hópi um fimmtíu umsækjenda. Magnús Bjarni hefur umtalsverða reynslu af markaðsmálum, uppbyggingu vörumerkja, auglýsingamiðlun og stjórnunarstörfum. Að auki hefur hann starfað við háskólakennslu, setið í stjórnum fyrirtækja og var formaður  Sambands íslenskra auglýsingastofa um tíma. Magnús Bjarni […]

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er jafnan stór dagur í Hafnarfirði og er hann haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert. Dagskrá: Kl. 8 Fánar dregnir að húni. Kl. 10 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu. Kl. 10.30 Blómsveigur lagður að minnisvarða við Víðistaðakirkju um horfna sjómenn Kl. 11 Sjómannamessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Kl. 13-16  Hátíðardagskrá Flensborgarhöfn: Kl. 13-16 […]

Nýr Daggæslufulltrúi

Hrund Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr daggæslufulltrúi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og mun hefja störf 1. ágúst nk.  Hrund er er menntuð sem uppeldisfræðingur (pædagog) frá Holstebro Pædagogseminarium í Danmörku og lauk einnig B.Ed. námi frá Kennaraháskóla Íslands. Í júní á síðasta ári útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hrund hefur víðtæka reynslu […]