Category: Fréttir

Skapandi sumarstörf – Sindri

MYNDLIST – “INSECTA HAFNARFJÖRÐUR” / SINDRI KRISTINSSON Myndlistamaðurinn og listmálarinn Sindri Kristinsson málar í sumar skordýr í hinum ýmsu stærðum og gerðum á mismunandi form, annars vegar striga, steinplötur og pappír. Sindri mun sýna verkin við hátíðlega athöfn í Hafnarborg þann 18. ágúst næstkomandi. Sindri rannsakar viðfangsefni sitt að hverju sinni gaumgæfilega, les sér til […]

Hellisgerði fyllist af álfum um helgina

Einstök upplifun álfa og manna í himneska Hellisgerði Skrúðgarðurinn Hellisgerði í Hafnarfirði fyllist af álfum á álfahátíð sem haldin verður um helgina. Hellisgerði hefur í áranna rás verið sérstaklega tengd álfum og til hátíðar um helgina koma álfar umfram þá sem búa í garðinum allt árið um kring. Álfahátíðin hefur verið haldin undanfarin ár og […]

Bless útilegutæki – nýtt skólaár er að hefjast

Vinsamlega fjarlægið útilegutækin í síðasta lagi sunnudaginn 14. ágúst Fjöldi íbúa hefur nýtt sér þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum á bílastæði við grunnskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla. Skólastarf fer á fullt á nýjan leik strax eftir helgi eða mánudaginn 15. ágúst. Eigendur útilegutækja sem nýtt hafa sér þennan möguleika eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja […]

Strandgate Film Festival í kvöld í Bæjarbíó

Skærustu stjörnur sólkerfisins verða samankomnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20 til að keppa um ein virtustu kvikmyndaverðlaun veraldar á kvikmyndahátíð sem er raunveruleiki í óraunveruleikanum. Birta Sólveig Söring, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Katla Þ. Njálsdóttir og Kolbeinn Sveinsson eru í hópnum á bak við hátíðina Myndir sem enginn hefur séð leiknar af stjörnum […]

Leið 1 ekur að Skarðshlíðarhverfi frá og með 14. ágúst

Leið 1 ekur að Skarðshlíðarhverfi Frá og með 14. ágúst mun leið 1 aka að Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði. Eftir breytinguna verður biðstöðin Klukkuvellir óvirk. Leiðin mun í staðinn aka um Hnappavelli og Ásvallabraut.Tvær nýjar biðstöðvar, Hamranes og Skarðshlíð opnast á Ásvallabraut. Skipulegðu ferðina þína á strætó.is Sjá breytingu á myndinni hér fyrir ofan

Fjölbreyttar sýningar á nokkrum stöðum

Byggðasafn Hafnarfjarðar er með tvær nýjar sýningar í sumar. Það er annars vegar sýning í forsal Pakkhússins á þjóðlegum munum úr safni Þorbjargar Bergmann og svo er það ljósmyndasýning við Strandstíginn. Þá eru fastar sýningar í nokkrum húsum í bænum. Björn Pétursson bæjarminjavörður og Bryndís Lára Bjarnadóttir, safnvörður á Byggðasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Viðtal við Björn Pétursson […]

Spennandi sýningar og fjölbreyttar göngur

Það er margt í boði í Hafnarfirði í sumar og má þar nefna spennandi sýningar, sumarlestur og laugardagsopnun á bókasafninu og svo er í allt sumar boðið upp á menningar- og heilsugöngur. Aðgangur er ókeypis. Vegglistaverk eftir listamanninn Juan prýðir gaflinn á húsinu við Strandgötu 4. Við gaflinn stendur starfsfólk á þjónustu- og þróunarsviði Hafnarfjarðar.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR […]

Styrkir til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi

Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu bæjarins og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt. Með fastri búsetu, með […]

Haustsýning Hafnarborgar 2023 – kallað eftir tillögum

Haustsýning Hafnarborgar 2023 – kallað eftir tillögum  Líkt og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að haustsýningu næsta árs í Hafnarborg. Haustsýningaröðin hóf göngu sína árið 2011 en hingað til hafa tólf sýningar verið valdar úr miklum fjölda innsendra tillagna eftir sýningarstjóra með ólíkan bakgrunn og reynslu. Þá var haustsýning Hafnarborgar […]