Category: Fréttir

Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2022-2023

Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2022-2023 Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín […]

Samfélag heilsu og sköpunar í Lífsgæðasetri St. Jó

St. Jósefsspítali blómstrar í nýju hlutverki   Lífsgæðasetur St.Jó nálgast óðfluga þau sögulegu og merku tímamót að fylla allar hæðir og öll rými í gamla St. Jósefsspítala af starfsemi sem tengja má heilsu, lífsgæðum og sköpun. Nú hafa 16 fyrirtæki og félagasamtök komið sér fyrir í setrinu og eru þegar farin að bjóða þjónustu sem […]

Hlýleiki og gestrisni einkennandi fyrir skólasamfélagið

Með hækkandi sól og hverfandi samkomutakmörkunum hefjast Erasmus heimsóknir að nýju. Góður hópur frá grunnskólanum CEIP Mediterráneo sem staðsettur er í Alicante heimsótti Engidalsskóla og Lækjarskóla ásamt starfsfólki frá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Heimsóknirnar voru liður í þeirra Erasmus verkefni og fékk hópurinn kynningu á hafnfirsku skólastarfi. Þessi hópur er hluti af […]

Hafnarfjarðarbær fær Vonina frá Votlendissjóð

Votlendissjóður afhendir Vonina á alþjóðlegum degi jarðar Á alþjóðlegum degi jarðar, föstudaginn 22 apríl, afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs fyrir árið 2021. Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá fór hún til lista- og vísindafólks sem lagt hefur sjóðnum lið. Í ár eru það eigendur fyrstu jarðanna sem […]

Kjörskrá fyrir Hafnarfjörð

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna 14.maí 2022 liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá og með 22. apríl 2022. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni.  Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands. Kjósendum er einnig bent á vefupp­flett­ið „ Hvar á […]

15 verkefni fengu menningarstyrk

Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka enn frekar listalíf Hafnarfjarðarbæjar Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 15 verkefni styrk að þessu sinni. Sex verkefni fengu samstarfssamning til tveggja eða þriggja ára að þessu sinni. Menningarstyrkir eru afhentir […]

Tryggðu þér og þínum fjölskyldugarð í sumar

Fjölskyldugarðar eru opnir öllum bæjarbúum Frábært tækifæri til ræktunar fyrir alla áhugasama – einstaklinga og fjölskyldur Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar eru opnir öllum bæjarbúum og er um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og einstaklinga í Hafnarfirði til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu. Kostnaður […]

Örugg búseta fyrir alla – kortlagningu lokið

Örugg búseta fyrir alla – kortlagningu lokið á höfuðborgarsvæðinu   Í október sl. var samstarfsverkefni Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar (HMS), ASÍ og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) ”Örugg búseta fyrir alla” ýtt úr vör, en markmiðið var að kortleggja búsetu í atvinnuhúsnæði. Verkefnið hófst með kortlagningu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er lokið og er ítarlegar niðurstöður að finna […]

Gleðilegt sumar kæru íbúar!

Bæjaryfirvöld og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óska íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ansi snjóþungan og óvenju mikinn vetur í Hafnarfirði sem bæði hefur haft sína kosti og galla. Kostirnir eru ótvírætt þeir að snjórinn opnar á öðruvísi möguleika til skemmtunar og útivistar sem íbúar og aðrir gestir hafa nýtt sér óspart.   Sumardagurinn fyrsti haldinn […]

Bæjarlistamaður 2022 er Bjössi Thor

Ekki bara einn þekktasti gítarleikari landsins heldur dáður um allan heim Björn Thoroddsen, einn þekktasti og ástsælasti gítarleikari landsins, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Hann hefur á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu gítaráhugafólks um allan heim og auðgað menningarlíf æskubæjarins Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. Björn, eða Bjössi Thor […]