Category: Fréttir

Ertu í atvinnuleit? Komdu að starfa með okkur!

Ertu í atvinnuleit? Komdu að starfa með okkur! Yfirlit yfir öll laus störf hjá sveitarfélaginu Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu hverju sinni. Um er að ræða framtíðarstörf í einhverjum tilfellum, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með skóla. Einnig jafnvel störf […]

Úthlutun lóðar við Hjallabraut 49

Í sumar auglýsti Hafnarfjarðarbær lóðina Hjallabraut 49 til sölu undir nýja byggð sérbýlishúsa í norðurbæ Hafnarfjarðar. Alls bárust sjö tilboð í lóðina sem auglýst var með lágmarksverðið kr. 98.000.670.- Lægsta boð í lóðina reyndist 103,4 milljónir króna og það hæsta 203 milljónir króna. Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var ákveðið að ganga til samninga við hæstbjóðenda […]

Ert þú búin/n að nýta ferðagjöfina?

Styðjum við bakið á íslenskri ferðaþjónustu  Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. frá stjórnvöldum. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Gildistími ferðagjafarinnar 2021 er frá útgáfudegi til og með 30. september. Fjölmörg fyrirtæki í Hafnarfirði taka á móti ferðagjöfinni Fyrst […]

Nýr ærslabelgur í vinnslu á Völlunum

Hausthopp á nýjum belg á lóð Hraunvallaskóla Um nokkuð skeið hefur staðið til að setja upp ærslabelg á Völlunum í Hafnarfirði og ítarleg skoðun átt sér stað í kringum staðsetningu á slíkum belg. Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst síðastliðinn var staðsetning á nýjum ærslabelg samþykkt og gefið út umbeðið framkvæmdaleyfi. Belgurinn mun verða settur […]

Styrkir vegna náms og tækjakaupa fatlaðs fólks

Styrkir vegna náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrk skv. 25. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Styrkurinn er ætlaður til að auðvelda fötluðu fólki að verða sér […]

Hraðpróf stytta ekki sóttkví eða einangrun

Hraðpróf (sjálfspróf) stytta ekki sóttkví eða einangrun Borið hefur á þeim misskilningi að neikvætt hraðpróf (sjálfspróf) geti aflétt sóttkví eða jafnvel aflétt einangrun einstaklings með COVID-19. Hraðpróf geta hvorki komið í staðinn fyrir né stytt sóttkví eða einangrun. Sjá tilkynningu á vef Embættis landlæknis  Sóttvarnalæknir minnir á eftirfarandi en reglugerð um sóttkví og einangrun má […]

Covid19 – meiri tilslakanir og áætlanir um notkun hraðprófa

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera enn frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum sem tóku gildi 28. ágúst sl. Grímuskylda á viðburðum utandyra hefur verið felld brott og skýrar kveðið á um heimild til að halda einkasamkvæmi í veislusölu og sambærilegu húsnæði fram yfir miðnætti. Ráðherra hefur einnig ákveðið nánari útfærslu á notkun hraðprófa á viðburðum. Sjá tilkynningu […]

Saman í takt – samstarf skólastiga í Skarðshlíðarskóla

Saman í takt er samstarfsverkefni leik-, grunn- og tónlistarskóla Skarðshlíðar Fyrsti sameiginlegur starfsdagur allra skólastiga og starfseininga í Skarðshlíðarskóla var haldinn í upphafi síðustu viku. Þar komu saman á hátíðarsal skólans starfsfólk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Skólastjórnendur stigu á stokk með kynningu á starfsemi síns skóla og væntingar til vetrarins auk þess sem Dr. Helga […]

Ærslabelgir – breyttur opnunartími

Opnunartími á ærslabelgjum helst í hendur við útivistartíma barna og ungmenna   Ærslabelgirnir þrír sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði hafa notið mikilla vinsælda í sumar.  Yfir sumartímann eru belgirnir opnir frá kl. 9 – 22 alla daga vikunnar. Frá og með 1. september verða belgirnir opnir frá kl. kl. 9 – 20 alla daga allt […]

Tilslakanir og aðferðafræði temprunar ákveðin á fundi ríkisstjórnar

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 […]