Fimm hlutu Stjórnunarverðlaun 2022 Posted febrúar 16, 2022 by avista Einn af stjórnendum ársins hluti af öflugum stjórnendahópi bæjarins Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í gær við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum Forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar var í hópi þeirra fimm stjórnenda sem tók á móti verðlaunum og viðurkenningu fyrir fagleg störf og […]
Vertu með! Vel gengur að manna leikskóla bæjarins Posted febrúar 14, 2022 by avista Komdu í hópinn okkar! Fjölbreytt störf í boði Ertu í atvinnuleit og langar að starfa í gefandi og skemmtilegu starfsumhverfi? Starfsfólk Hafnarfjarðarbær tekur fagnandi og vel á móti nýju fólki. Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða framtíðarstörf, fullt starf […]
Halló Hafnarfjörður – gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga Posted febrúar 11, 2022 by avista 35 Hafnfirðingar hafa komið í heiminn frá áramótum Frá og með 1. janúar 2022 munu nýfæddir Hafnfirðingar fá táknræna og fallega gjöf frá bænum sínum eða svokallaða „krúttkörfu“. Gjöfin er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag og bjóða nýfædda Hafnfirðinga velkomna í heiminn með formlegum og eftirminnilegum hætti. 35 nýir […]
Gönguskíðabraut á Óla Run túni og Hvaleyrinni Posted febrúar 11, 2022 by avista Komdu á gönguskíði heima í Hafnarfirði Hafnfirðingar eru að upplifa alvöru vetrarríki þessa dagana. Fallegur snjór liggur yfir öllu sem opnar á möguleika í ástundun vetraríþrótta eins og gönguskíða. Skautar og snjóþotur hafa verið dregnar fram og nú er snjólag orðið það mikið að hægt er með góðu móti að draga líka fram gönguskíðin. Til […]
COVID19 – enn meiri tilslakanir Posted febrúar 11, 2022 by avista COVID-19: Afnám sóttkvíar, fjöldatakmörk í 200 manns, 1.000 manna viðburðir heimilaðir o.fl. Hátt í 10.000 manns losna undan sóttkví í dag þegar reglur um sóttkví falla brott með reglugerð. Á miðnætti tekur svo gildi reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur í sér tilslakanir, líkt og nánar er tíundað hér að neðan. Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins […]
Bilanir og heimsfaraldur höfðu áhrif á snjómokstur bæjarins Posted febrúar 9, 2022 by avista Sérstakar þakkir til íbúa fyrir þolinmæði, sýndan skilning og þátttöku Fyrsti alvöru snjódagar vetrarins komu núna í þessari viku og hefur starfsfólk þjónustumiðstöðvar og verktakar á vegum bæjarins staðið snjóvaktina frá miðri nótt fram á kvöld síðustu daga. Þrátt fyrir að mokstur hafi hafist um miðja nótt m.a. aðfaranótt þriðjudags þá höfðu bilanir á tækjum […]
Íbúar móta Hafnarfjörð framtíðarinnar Posted febrúar 8, 2022 by avista Samráðsgátt íbúa um framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð til 2033 Íbúum Hafnarfjarðar stendur nú til boða að koma með hugmyndir og tillögur um hvernig þeir vilja sjá bæinn sinn árið 2035. Samráðsgátt, sem opnuð hefur verið á vefsvæðinu Betri Hafnarfjörður, er hluti af mótun heildstæðrar stefnu fyrir bæjarfélagið til næstu 10-15 ára. Verkefnið er leitt af stýrihópi […]
Vika6 – árlegt kynheilbrigðis átak Posted febrúar 7, 2022 by avista Þema vikunnar í ár er kynlíf og menning Vika6 byggir á danskri hugmynd og er tileinkuð því að vekja athygli á mikilvægi kynheilbrigðis og kynfræðslu fyrir börn og ungmenni. Reykjavíkurborg hefur keyrt vikuna þrjú ár í röð og í ár stökkva fleiri sveitarfélög á vagninn með það fyrir augum að fá sem flesta til að […]
Leikskólar og frístundastarf opna kl. 13 í dag Posted febrúar 7, 2022 by avista Samræmd skilaboð frá almannavörnum fyrir höfuðborgarsvæðið Leikskólar opnar kl. 13. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðvar hefst á sínum hefðbundnu tímum. Skólahald var fellt niður í dag vegna óveðursins sem gekk yfir landið í nótt. Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við, þar sem hiti var nokkuð yfir […]
Leikskólar landsins eiga daginn í dag! Posted febrúar 6, 2022 by avista Dagur leikskólans er 6. febrúar! Til hamingju! Á Degi leikskólans er bæði mikilvægt og verðskuldað að varpa sérstöku ljósi á það mikla og góða starfi sem fram fer innan leikskóla Hafnarfjarðar. Lágstemmd, fjölbreytt, aðlöguð og hressandi hátíðarhöld hafa staðið yfir í leikskólunum síðustu vikuna og mun komandi vika líka markast, að einhverju leyti, af hátíðarhöldum […]