Framkvæmdir við Reykjanesbraut – sprengingar

Tilkynningar

Í vikunni voru framkvæmdar sértækar sprengingar við undirgöng sem tengjast tvöföldun Reykjanesbrautar. Þessum sértæku sprengingum, sem einhverjir íbúar og starfsfólk fyrirtækja á svæðinu fundu nokkuð vel fyrir, á að vera lokið og ekki ráðgert að slíkar sprengingar verði fleiri.

 

Sértækar sprengingar við undirgöng

Í vikunni voru framkvæmdar sértækar sprengingar við undirgöng sem tengjast tvöföldun Reykjanesbrautar. Þessum sértæku sprengingum, sem einhverjir íbúar og starfsfólk fyrirtækja á svæðinu fundu nokkuð vel fyrir, á að vera lokið og ekki ráðgert að slíkar sprengingar verði fleiri. Sprengingarnar valda nokkrum hávaða og þeim getur fylgt höggbylgja en hætta samfara þessu er mjög lítil umfram talsverðan hávaða.

Það fórst fyrir að upplýsa um sprengingarnar fyrirfram og biðjast Vegagerðin, verktaki og Hafnarfjarðarbær velvirðingar á því.

Ábendingagátt