Breyting á deiliskipulagi iðanaðarhverfis - Dalshraun

Breyting á deiliskipulagi iðnaðarhverfis austan Reykjavíkurvegar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 7.12. 2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Dalshraun 7 og 9B í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi iðnaðarhverfis austan Reykjavíkurvegar.

Í deiliskipulagsbreytingunni felst sameining lóðanna Dalshrauns 7 og 9b. Kvöð um gangstíg milli lóða verði aflétt og gert ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir 2ja hæða tengibyggingu á milli bygginga lóðanna. Hámarkshæð tengibyggingar verði 7,25m og nýtingarhlutfall lóðar verði N=0.76. 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar­bæjar að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 frá 23.12. 202203.02.2023. Einnig er hægt að skoða gögnin hér að neðan.

Ábendingum við skipulagslýsinguna skal senda á skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6 eigi síðar en 03.02.2023. 

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður