Ístak byggir Hamranesskóla

Fréttir

Hamranesskóli verður tekinn í notkun í þremur áföngum og sá fyrsti eftir ár. Ístak varð hlutskarpast í útboði og gengið hefur verið til samninga við  verktakafyrirtækið. Skólinn verður sá tólfti í Hafnarfjarðarbæ. 

Hamranesskóli tekinn í notkun á næsta ári

Verksamningur um uppbyggingu Hamranesskóla var undirritaður í bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar í síðustu viku. Ístak byggir skólann. Skólinn verður um 8800 fermetrar.  

Áætlað er að skólinn verði tekinn í notkun í þremur áföngum. Stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn sumarið 2026, annar áfanginn ári síðar og sá þriðji sumarið 2028. Samningsupphæðin er um 6 milljarðar króna. 

Hamranesskóli verður 12 grunnskólinn í Hafnarfjarðarbæ. Sá tíundi sem bærinn rekur en þar eru einnig sjálfstætt starfandi skólar; Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú. 

Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, og Valdimar Víðisson bæjarstjóri rita undir samning um uppbyggingu Hamranesskóla.

Skóli fyrir eins til sextán ára

Hamranesskóli verður heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 16 ára. Skólinn verður byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og býður uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum verður frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Nú er auglýst eftir skólastjóra sem verður ráðinn frá nóvembermánuði. 

Skólinn var boðinn út í alútboði í nóvember. Þrír verktakar tóku þátt; Ístak, Eykt og ÞG verktakar. Eftir yfirferð á tilboðum og opnun tilboða, var ljóst að Ístak var með hagstæðasta tilboðið. 

Skólinn verður miðstöð hverfisins. En í skólanum er aðstaða fyrir tónlistarmenntun, bókasafn fyrir hverfið, hreyfisalur og góð aðstaða fyrir félagsstarf.  

Verkefninu er skilað í áföngum í samræmi við gögn alútboðsins þar sem segir: 

 

Áfangi   Stærð   Áfangaskil   Starfsemi 
1. áfangi   Starfsmannaaðstaða og heimasvæði yngstu barna grunnskóla og eldri barna að hluta 
2. áfangi   2.500 m²  1. júlí 2027   Heimasvæði eldri barna auk kennslustofa 
3. áfangi   1. júlí 2028   Heimasvæði eldri barna auk leikskólahluta. 

Já, megi skólinn þjóna okkur Hafnfirðingum vel og lengi. 

 

Ábendingagátt