Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar

Fréttir

Endurskoðuð og uppfærð jafnréttisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ var birt og kynnt starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar á haustmánuðum 2023 en jafnréttisáætlanir sveitarfélaganna skal endurskoða á fjögurra ára fresti. Hafnarfjarðarbær einsetur sér skipulega miðlun þekkingar innan bæjarins og nýtir hana til að bæta þjónustu, vinna gegn fordómum, efla jafnrétti á vinnustöðum og fræða bæjarbúa.

Aðgerðaáætlun í jafnréttismálum 2023-2027

Endurskoðuð og uppfærð jafnréttisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ var birt og kynnt starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar á haustmánuðum 2023 en jafnréttisáætlanir sveitarfélaganna skal endurskoða á fjögurra ára fresti. Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir tímabilið 2023-2027 var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í júní 2023 og mun endurskoðun eiga sér stað að nýju fyrir lok maí 2027. Hafnarfjarðarbær einsetur sér skipulega miðlun þekkingar innan bæjarins og nýtir hana til að bæta þjónustu, vinna gegn fordómum, efla jafnrétti á vinnustöðum og fræða bæjarbúa.

Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar tekur meðal annars til:

  • Jafnréttis – Hafnarfjarðarbær er jafnréttissinnað og lýðræðislegt bæjarfélag sem tryggir öllum einstaklingum jöfn tækifæri og möguleika til áhrifa og þar sem fjölbreyttar þarfir eru viðurkenndar
  • Þátttöku í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélagsins
  • Greiningu gagna
  • Kynjasamþættingar
  • Launajafnréttis
  • Lausra starfa, starfsþjálfunar, endurmenntunar og símenntunar
  • Samræmingar atvinnu- og fjölskyldulífs
  • Kynbundins ofbeldis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni
  • Mismununar á vinnustöðum og aukinna möguleika fólks með mismunandi starfsgetu

Hver þáttur er vel markaður með markmiðum, aðgerðum, ábyrgð og tímaramma.

Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2023-2027

Sjónarmið samþætt allri starfsemi bæjarins

Markmiðið með jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar er að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samþætt allri starfsemi bæjarins, sem stjórnvald, vinnuveitandi og þjónustuveitandi. Aðgerðaáætlunin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, lögum um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020, lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgeti, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu nr. 86/2018, jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. febrúar 2017 og Evrópusáttmála um jafnrétti í sveitarfélögum og héruðum sem undirritaður var árið 2008. Hafnarfjarðarbær er jafnréttissinnað og lýðræðislegt bæjarfélag sem leitast við að tryggja öllum einstaklingum jöfn tækifæri og möguleika til áhrifa og þar sem fjölbreyttar þarfir eru viðurkenndar.

Ábendingagátt