Kvöldsund á sunnudögum í Suðurbæjarlaug: Sumaropnunartímarnir

Fréttir

Suðurbæjarlaug verður opin til klukkan 21 á sunnudögum í stað klukkan 17. Sundhöll Hafnarfjarðar lokar frá 15. júlí. Sumaropnun hefur tekið gildi í sundlaugum Hafnarfjarðar.

 

Sumarið er best á sundlaugarbakkanum!

Sumaropnun verður í Suðurbæjarlaug á sunnudögum í sumar. Opið verður til klukkan 21 á sunnudagskvöldum í stað klukkan 17. Nú er tækifæri að kíkja í sund.

Laugin hefur verið uppfærð og endurgerð. Nýtt eimbað hefur verið tekið í notkun og ef langt er frá síðustu heimsókn gæti ný snákalaug og tveir kaldir pottar einnig glatt. Enn standa endurbætur yfir í Suðurbæjarlaug. Þær koma þó ekki í veg fyrir að við bæjarbúar getum notið laugarinnar, sem er leynd perla hér í Hafnarfirði.

Sund um Verslunarmannahelgi

Fyrir þau sem elska skipulag er gott að vita að um Verslunarmannahelgina verður Suðurbæjarlaug opin á mánudeginum 5. ágúst til kl. 21. Á sunnudeginum 4. ágúst verður opnið til klukkan 17. Almennt er, sem fyrr segir, opið til 21 á sunnudögum í sumar og verður sunnudagurinn 11. ágúst sá síðasti með þessari lengri sumaropnun.

Já, sundlaugarnar okkar bíða allar eftir sínu fólki í vetur. Nú í sumar verður hins vegar 50 metra laugin í Ásvallalaug lokuð vegna viðhalds á flísum frá mánudeginum 1. júlí og í um það bil 2 vikur. Sundhöll Hafnarfjarðar verður síðan lokuð frá 15. júlí og opnar á ný 12. ágúst.

Hér sérðu opnunartímann í sumar.

Sund, með eða án sólar = alltaf gott!

 

Ábendingagátt