Lokun milli Skógaráss og Vörðuáss

Tilkynningar

Endurskoðun hefur átt sér stað á lokun milli Skógaráss og Brekkuáss í Hafnarfirði. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar þann 15. maí sl. var ákveðið að opna á ný fyrir akstursleið milli gatnanna og loka þess í stað aftur á milli Vörðuáss og Skógaráss tímabundið til eins árs vegna framkvæmda í Áslandi 4. Lokun verður tekin til endurskoðunar á ný að einu ári liðnu.

Endurskoðun hefur átt sér stað á lokun milli Skógaráss og Brekkuáss í Hafnarfirði. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar þann 15. maí sl. var ákveðið að opna á ný fyrir akstursleið milli gatnanna og loka þess í stað aftur á milli Vörðuáss og Skógaráss tímabundið til eins árs vegna framkvæmda í Áslandi 4. Lokun verður tekin til endurskoðunar á ný að einu ári liðnu. Lokunin mun gerast á næstu dögum og verða skilti sett upp til áminningar.

Opnun og lokun mun gerast á næstu dögum  

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar var samþykkt að loka aftur á milli Vörðuáss og Skógaráss meðan mesta raskið er vegna byggingarframkvæmda við Vörðuás. Eftir lokunina munu íbúar Skógaráss fara um Brekkuás eins og áður var. Miðað er við að lokað verði með þessum hætti í eitt ár og að þá verði lokunin endurskoðuð. Í samþykktu skipulagi Áslands 4 er Skógarás hluti af því hverfi og mun tengist við gatnakerfi þess í framhaldinu.

Náttúruperla í suðurhlíðum Ásfjalls

Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði, íbúðahverfi sem kemur í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi.  Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri.

Ábendingagátt