Niðurstaða sveitastjórnar – Aðal- og deiliskipulag

Tilkynningar

Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar:

Breyting á aðalskipulagi vegna Iðnaðarsvæðisins I4 í Hafnarfirði. Breyting á Deiliskipulagi Kapelluhrauns, 2. Áfanga vegna Álhellu 1

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 13. mars 2024 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Iðnaðarsvæðisins I4 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns, 2. Áfanga vegna Álhellu 1. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir stækkun iðnaðarsvæðisins I4 inn á óbyggt svæði til austurs um 1,2 ha. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun lóðar Álhellu 1 og hækkun á nýtingarhlutfalli. Tillögurnar sem voru auglýstar frá 11. janúar – 23. febrúar 2024. Athugasemdir bárust sem gáfu tilefni til lítilsháttar breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Upplýsingar um málin í Skipulagsgátt:

https://skipulagsgatt.is/issues/2023/593/

https://skipulagsgatt.is/issues/2023/651

Ábendingagátt