Ný stofnæð við Sólvang – ónæði vegna framkvæmda

Tilkynningar

Veitur leggja nýja stofnæð hitaveitu til að tryggja öllum íbúum í Hafnarfirði heitt vatn. Lögnin er lögð í Álfaskeið og Sólvangsveg og fer m.a. í jörð alveg við heilsugæslustöðina. Veitur hafa fengið undanþágu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti til að fleyga á laugardögum við heilsugæslustöðina við Sólvangsveg í júní og júlí.

Veitur leggja nýja stofnæð hitaveitu til að tryggja öllum íbúum í Hafnarfirði heitt vatn

Lögnin er lögð í Álfaskeið og Sólvangsveg og fer m.a. í jörð alveg við heilsugæslustöðina. Þar er klöpp undir sem þarf að fleyga (brjóta) með tilheyrandi ónæði. Það er ekki hægt að gera á opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar vegna viðkvæmni starfseminnar. Veitur hafa fengið undanþágu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti til að fleyga á laugardögum við heilsugæslustöðina við Sólvangsveg í júní og júlí. Um er að ræða þrjá laugardaga og sá fyrsti er laugardagurinn 24.júní 2023. Slíkar framkvæmdir eru ekki leyfilegar um helgar nema með sérstakri undanþágu.

Tilkynning á vef Veitna um framkvæmdirnar í heild 

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning

 

Ábendingagátt