Nýjar lausar lóðir í Áslandi 4

óflokkað

Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og uppbygging þegar hafin. Nú hefur nýjum lóðum verið bætt við fyrsta áfanga uppbyggingar og hefur Hafnarfjarðarbær opnað fyrir umsóknir um 22 einbýlishúsalóðir og 5 raðhúsalóðir með í heild 25 íbúðum. Loftlínur milli Hamranesvirkis og Kaldárselsvegar eru komnar í jarðstreng og búið að fjarlægja möstur og loftlínur, að undanskildu mastri næst Hamranesi.

Síðari úthlutun lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4

Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og uppbygging þegar hafin. Nú hefur nýjum lóðum verið bætt við fyrsta áfanga uppbyggingar og hefur Hafnarfjarðarbær opnað fyrir umsóknir um 22 einbýlishúsalóðir og 5 raðhúsalóðir með í heild 25 íbúðum. Loftlínur milli Hamranesvirkis og Kaldárselsvegar eru komnar í jarðstreng og búið að fjarlægja möstur og loftlínu, að undanskildu mastri næst Hamranesi.

  • 9 einbýlishús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarmagn er 320fm.
  • 13 einbýlishús á einni hæð. Hámarksbyggingarmagn er 214,5 fm.
  • 5 raðhús á einni hæð samtals 25 íbúðir. Hámarksbyggingarmagn 156fm. pr íbúð

22 lóðir fyrir einbýli og 5 lóðir fyrir raðhús

Í þessum síðari hluta úthlutunar í fyrsta áfanga uppbyggingar í Ásandi 4 eru lausar til úthlutunar 22 lóðir fyrir einbýli og 5 raðhúsalóðir með 4-6 íbúðum á hverri lóð. Samtals 25 íbúðir. 9 einbýlishús eru á tveimur hæðum og 13 einbýlishús á einni hæð. Lóðarverð endurspeglar hámarks byggingarmagn á lóð. Verð fyrir einbýlishúsalóðir er frá um 21–33 milljónum króna. Verð fyrir raðhúsalóðir er frá um 50–75 milljónum króna.

Lausar lóðir í síðari hluta fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4.

Sótt er um rafrænt á Mínum síðum

Sótt er um rafrænt og mikilvægt að skila samhliða inn öllum viðeigandi fylgiskjölum til að tryggja að umsókn sé gild. Umsóknarfrestur fyrir raðhúsalóðir er til og með 9. desember. Einbýlishúsalóðirnar fara í almenna úthlutun og eru teknar fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Fundir bæjarráðs eru haldnir á tveggja vikna fresti. Sækja um lóð

Náttúruperla í suðurhlíðum Ásfjalls

Hluti af Áslandi 4 er þegar kominn af stað í uppbyggingu. Um er að ræða íbúðahverfi í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3, Skarðshlíð og Hamranesi. Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri. Við skipulag og hönnun á hverfi var rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Byggðin mun samanstanda af lágreistum sérbýlisíbúðum; einbýlum, par- og raðhúsum.

Hamraneslína 1 og 2 komnar í jarðstreng

Undanfarnar vikur hefur Landsnet unnið að því að leggja tvo 4 km jarðstrengi á milli Hamranessvirkis og Kaldárselsvegar sem koma í stað loftlína. Jarðstrengurinn í Hamraneslínu 2 var tengdur 14. október sl. og jarðstrengur við Hamraneslínu 1 þann 28. október sl. Möstrin og loftlínurnar verða fjarlægð fyrir árslok, allt nema mastrið næst Hamranesi sem þarf að standa eitthvað lengur.

Kortavefur Hafnarfjarðarbæjar 

Ítarlegri upplýsingar um lóðirnar og hverfið

Ábendingagátt