Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vinnuskóli Hafnarfjarðar er hugsaður sem fyrsti vinnustaður ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og læra að vera hluti af honum í öruggu starfsumhverfi. Þetta eru oft þeirra fyrstu kynni af launuðu starfi og þau fá að taka þessi fyrstu skref undir góðri handleiðslu og með sínum jafnöldrum.
Vinnuskóli Hafnarfjarðar er hugsaður sem fyrsti vinnustaður ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og læra að vera hluti af honum í öruggu starfsumhverfi. Þetta eru oft þeirra fyrstu kynni af launuðu starfi og þau fá að taka þessi fyrstu skref undir góðri handleiðslu og með sínum jafnöldrum. Bergþór Snær Gunnarsson er umsjónarmaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2023 en hann hefur unnið í vinnuskólanum í fjögur ár og unnið sig upp í starfi, úr flokkstjóra í verkstjóra í umsjónarmann. Hann hefur yfirumsjón með framkvæmd og fyrirkomulagi vinnuskólans og sér um að skipuleggja starfið ásamt fleiru frábæru fólki. Bergþór er með Bs. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands.
„Vinnuskólinn snýst ekki aðeins um vinnuna sjálfa heldur er hann líka hugsaður til að virkja ungmenni félagslega, hjálpa þeim að halda rútínu og draga úr félagslegri einangrun á sumrin. Við í Vinnuskólanum leggjum mikið upp úr því að það sé gaman í vinnunni og brjótum upp vinnudagana með jafningjafræðslu, höldum keppni um best hreinsaða beðið og svo er sumarhátíð Vinnuskólans undir lok sumars gulrótin en af henni vill enginn missa,“ segir Bergþór. „Ég var sjálfur í vinnuskólanum öll mín sumur sem unglingur og fannst það virkilega góður staður til þess að fá mína fyrstu reynslu á vinnumarkaði. Það er nefnilega eitt sem einkennir Vinnuskólann að hann verðlaunar þeim sem standa sig vel og því auðvelt að vinna sig upp í eftirsóttustu störfin ef maður stendur sig vel.“
Öll hafnfirsk ungmenni á aldrinum 14-17 ára sem sækja um hjá Vinnuskólanum fá vinnu. „Eftir því sem ungmenni eldast og eru orðin reynslumeiri geta þau sótt um fjölbreyttari vinnustaði.“ Allir sem eru á sínu fyrsta ári í unglingadeild fá vinnu í almennum hópi í sínu skólahverfi. Strax ári seinna stendur þeim til boða að sækja um á leikjanámskeiðum, listahópi, jafningjafræðslu og fleira. „Við getum að sjálfsögðu ekki orðið að óskum allra en þarna spilar einmitt inn í að duglegir starfsmenn eiga auðveldara með að vinna sig upp. Síðan erum við með fjölbreytt störf í boði fyrir 18 ára og eldri en því miður er ekki hægt að tryggja öllum í þeim aldurshópi vinnu hjá Vinnuskólanum,“ segir Bergþór.
Vinnuskólinn býður upp á mörg mismunandi störf t.d. vinnu í almennum hópum, hjá íþróttafélögum, í listahópi, í jafningjafræðslu, á söfnum, á leikjanámskeiðum og leikskólum. Aldurstakmörk eru á ákveðna starfsstaði og í ákveðin verkefni og meira í boði eftir því sem ungmennin eldast. Eitt helsta verkefni Vinnuskólans ár hvert er að halda Hafnarfirði hreinum og fallegum. Almennir hópar eru starfandi víðsvegar um bæinn, morgunhópur í miðbænum og nokkrir hópar fyrir 18 ára og eldri sem sjá t.d. um slátt og gróðursetningu blóma.
Kynning í blaðinu Hafnfirsk æska sem gefið er út af Fjarðarfréttum 22. maí 2023
Sigríður Guðrún Jónsdóttir, dagmamma til 51 árs, stóð á starfsdegi dagforeldra með fangið fullt af blómum eftir ævistarfið sem litaði…
Hjarta Hafnarfjarðar skartar bleikum ljósum í tilefni þess að Bleikur október hefur hafið innreið sína. Hjartað var ekki aðeins skreytt…
Fundarröðin Við erum þorpið hefst 8. október í Bæjarbíói. Hún miðar að því að bregðast við stöðunni í samfélaginu og…
Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í innleiðingu á hugmyndafræðinni um opinn leikskóla á Íslandi. Félagasamtökin Memmm Play hafa starfrækt slíkan leikskóla…
Fánadagurinn var fyrst haldinn árið 2020 og hafa vinsældir framtaksins farið ört vaxandi. Hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga…
Austurgata 12, Venusarhús, er handhafi Snyrtileikans 2024. Þá var Rosa K. Moeller sæmd heiðursverðlaunum í þágu samfélagsins. Tíu íbúðahús fengu…
Öllum gefst færi á góðum félagsskap og að styrkja gott málefni á Lífskraftsdeginum sem haldinn verður þann 28. september næstkomandi…
„Þátttaka í skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi er verndandi þáttur í lífi barna og ungmenna,“ segir fagstjóri forvarna- og frístundastarfs hjá…
Hamingjuna hefur verið víða að finna í Hafnarfirði í september. Fjölmargir viðburðir hafa liðið hjá en enn má hitta hamingjuna…
Andri Iceland stýrir hamingjustund í Bæjarbíói þriðjudaginn 24. september kl. 20. Fyrirlesturinn hans kallast: Hugsaðu um heilsuna. Lærðu að vera…